Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 17:01 Mike White fékk að finna fyrir Buffalo Bills vörninni um helgina. Joshua Bessex/Getty Images Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum. Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti