Körfubolti

Frá­bær leikur Elvars dugði ekki til

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM

Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik fyrir lið Rytas í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs þar sem Rytas tapaði með 11 stigum á Bnei Herzliya, lokatölur 90-101.

Gestirnir voru sterkari í upphafi og virtust með unninn leik í höndunum eftir fyrri hálfleik. Í þeim síðari lifnaði aðeins yfir heimamönnum og þá aðallega Elvari sem raðaði niður stigum. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Ísrael unnu sanngjarnan sigur.

Elvar Már skoraði 22 stig í leiknum , gaf 1 stoðsendingu og tók 1 frákast.

Rytas er í 3. sæti H-riðils með sjö stig eftir fimm leiki. Bnei Herzliya og Tenerife sem á leik til góða eru einnig með sjö stig. Liðið í 1. sæti fer beint áfram á meðan liðin í 2. og 3. sæti hvers riðils fara í umspil um að komast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×