Það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. desember 2022 20:30 Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir stýrði ÍR í dag. ÍR Það er ansi lágt risið á liði ÍR í Subway-deild kvenna þessa dagana en liðið er án sigurs í deildinni og þar varð engin breyting á í kvöld. 91-77 tap í Smáranum niðurstaðan og 13 tapaðar deildarleiki í röð staðreynd og ekki batnaði það þegar liðið féll út úr VÍS bikarnum þegar það tapaði gegn 1. deildar liði Stjörnunnar. Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni. Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni.
Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00