Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst Snorri Másson skrifar 15. desember 2022 12:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni og Bliku. Vísir Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó. Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar. Veður Jól Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar.
Veður Jól Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira