Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst Snorri Másson skrifar 15. desember 2022 12:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni og Bliku. Vísir Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó. Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar. Veður Jól Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Á meðan éljað hefur drjúgt á Norðurlandi og snjóað austan við Selfoss og í Öræfum, hefur ekkert snjóað á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri. Ekki er nema von að margir fari að velta fyrir sér á þessu stigi hvort vænta megi hvítra jóla. Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur næstu dögum í samtali við fréttastofu. „Það er dálítil gerjun í gangi seinnipartinn á morgun og aðfaranótt föstudagsins hér fyrir vestan land. Og sennilega snjóar á Suðurnesjum. Það er líklegt. Sumar spár gera ráð fyrir því að þessi bakki nái inn til höfuðborgarsvæðisins. Ég myndi álíta að það væru svona 30-50% líkur á því eins og staðan er núna. Síðan er bara óvíst hvað getur gerst hérna í lok vikunnar eða þegar nær dregur jólum, annað en að það eru allar líkur á að það verði kalt áfram.“ Þannig að við getum sagt að það sé talsverð óvissa uppi um hvort jólin verða hvít eða rauð? „Já eins og ævinlega þegar er ekki nema 15. desember enn þá. En það er allavega ekki þessi ákjósanlega staða uppi í veðurkerfinu sem beinir til okkar éljalofti eða snjókomubökkum úr suðvestri. Það þarf meira til. Ekki ákjósanleg fyrir þá sem vilja jólasnjó, það er að segja,“ segir Einar. Mikið frost að undanförnu hefur nú leitt til þess að neyðaráætlun Reykjavíkurborgar í málaflokki heimilislausra hefur verið virkjuð og neyðarskýlin verða af þeim sökum opin allan sólarhringinn til að fólk þurfi ekki að hírast úti við yfir daginn. Þá hefur sundlaugum verið lokað á Norðurlandi. En betra er ekki að vænta í veðrinu á næstunni að sögn Einars. „Þetta er bara hreinræktað heimskautaloft sem kemur hérna langt úr niðri. Kaldast verður annars vegar á morgun föstudag þar sem frostið fer niður í tíu til tuttugu stig inn til landsins. Svo dregur aðeins úr þessu á laugardag en svo herðir á frostinu á sunnudag og mánudag og þá gætum við séð 10-15 stiga frost til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi og almennt um landið,“ segir Einar. Frostið gerir loftið mjög þurrt, eins og margir ökumenn hafa vafalaust tekið eftir undanfarna morgna - þegar ekki þarf að skafa rúður þrátt fyrir mikið frost. Héla fylgdi kuldanum framan af mánuði enda var rakastigið nær 100% en nú er það ekki nema í 50-70%. Af þeim sökum hvetur veðurfræðingurinn fólk til að huga að raka á heimilum enda margir sem finni fyrir miklum þurrki þegar þurrt loftið hitnar.
Veður Jól Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira