Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. desember 2022 23:38 Annar mannanna ákærðu þegar hann var leiddur fyrir dómara í október. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðssaksóknari hefði aftur farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og að dómari hefði tekið sér frest til morguns til þess að kveða upp úrskurð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfesti það við bæði Rúv og mbl.is. Lögmaðurinn sagði Rúv að saksóknari byggði á ákvæði laga um gæsluvarðhald þar sem sterkur grunur leiki um brot sem varði að minnsta kosti tíu ára fangelsi og almannahagsmuni. Mönnunum var sleppt á þriðjudaginn með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa ógn af mönnunum. Sú ákvörðun var birt á vef Landsréttar í dag en dómsskjölin sýna meðal annars fram á að sérfræðingar Europol voru fengnir til að fara yfir gögn málsins. Þeir töldu mennina við það að grípa til aðgerða og fremja hryðjuverk. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir af lögreglu, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur þegar mennirnir voru handteknir í haust. Í dómsskjölum kemur fram að hald hafi verið lagt á hlut sem hægt væri að setja í AR-15 riffilinn og gera hann þannig sjálfvirkan. Þá fundu lögregluþjónar mikið magn skotfæra og hundrað skota magasín. Þar kemur einnig fram að mennirnir höfðu í fórum sínum mikið magn efnis um þekkta hryðjuverkamenn, voðaverk þeirra, stefnur yfirlýsingar og verknaðar- og undirbúningsaðferðir þeirra. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðssaksóknari hefði aftur farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og að dómari hefði tekið sér frest til morguns til þess að kveða upp úrskurð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfesti það við bæði Rúv og mbl.is. Lögmaðurinn sagði Rúv að saksóknari byggði á ákvæði laga um gæsluvarðhald þar sem sterkur grunur leiki um brot sem varði að minnsta kosti tíu ára fangelsi og almannahagsmuni. Mönnunum var sleppt á þriðjudaginn með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa ógn af mönnunum. Sú ákvörðun var birt á vef Landsréttar í dag en dómsskjölin sýna meðal annars fram á að sérfræðingar Europol voru fengnir til að fara yfir gögn málsins. Þeir töldu mennina við það að grípa til aðgerða og fremja hryðjuverk. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir af lögreglu, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur þegar mennirnir voru handteknir í haust. Í dómsskjölum kemur fram að hald hafi verið lagt á hlut sem hægt væri að setja í AR-15 riffilinn og gera hann þannig sjálfvirkan. Þá fundu lögregluþjónar mikið magn skotfæra og hundrað skota magasín. Þar kemur einnig fram að mennirnir höfðu í fórum sínum mikið magn efnis um þekkta hryðjuverkamenn, voðaverk þeirra, stefnur yfirlýsingar og verknaðar- og undirbúningsaðferðir þeirra.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira