Innlent

Úr­skurðað í hryðju­verka­máli í dag

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, mun ræða við fréttastofu um úrskurðinn eftir að hann er kveðinn upp. 
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, mun ræða við fréttastofu um úrskurðinn eftir að hann er kveðinn upp.  Vísir/Egill

Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Héraðssaksóknari fór í gær fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur. 

Þeir höfðu setið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur þegar þeim var sleppt úr haldi á þriðjudaginn í þessari viku. Þá var búið að gefa út ákæru og mat Landsréttur sem svo að mennirnir væru hvorki taldir hættulegir sér né öðrum. 

Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp úrskurð sinn klukkan korter í tólf í dag. Eftir það mun fréttastofa ræða við Svein Andra í hádegisfréttum Bylgjunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×