Tíminn læknar ekki söknuðinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. desember 2022 06:01 Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir heiðraði minningu föður síns með merkinu 1104 by MAR. Vísir/Vilhelm „Ég get svo sem ekki sagt að þetta hafi verið draumur til margra ára en mig hafði lengi langað að skapa eitthvað, gera eitthvað nýtt. Þetta fór svo allt af stað svolítið skyndilega, og mætti segja eiginlega óvart, haustið 2020.“ Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir byrjaði með eigið skartgripavörumerki í heimsfaraldrinum og valdi nafn með mjög persónulega merkingu. „Í september árið 2020 missti ég pabba minn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann hvatti mig ávallt í öllum mínum verkefnum og í veikindunum ítrekaði hann við mig að eltast við það sem ég vildi gera og ekki hika. Það er það sem ég gerði. Hann veitti mér innblástur. 1104 stendur fyrir afmælisdaginn hans pabba og því hefur nafnið mikla merkingu fyrir mig.“ Faðir hennar var fæddur 11. apríl og lést í september árið 2020 eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. „Við pabbi áttum dýrmætt samband. Hann bjó lengi vel út í Svíþjóð en eftir að hann flutti heim þegar ég var 18 ára byggðum við upp gríðarlega sterkt vináttusamband. Við urðum eiginlega perluvinir. Ég gat treyst honum fyrir öllu enda leitaði ég mikið til hans til að fá ráð við öllu milli himins og jarðar. Við vorum einnig nokkuð lík, með sama svarta húmorinn, eins og kannski við öll systkinin, og því alltaf mjög stutt í grínið hjá okkur. Tímabilið þegar ég bjó hjá pabba eftir að hann flutti heim er svo ótrúlega dýrmætt þegar ég lít til baka og er minning sem ég mun geyma það sem eftir er.“ Nýtir hvern dag til fulls Í þessi tvö ár sem Dagmar er búin að vera með vörumerkið hefur hún fundið ótrúlega sterkt fyrir pabba sínum. „Hann leiðir mig áfram og ýtir mér áfram á erfiðum stundum. Ég ákvað það þetta væri mín leið í að gera hann stoltan á sama tíma finna fyrir honum í sorginni. Veikindin höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig, en að horfa uppá einhvern svona náinn manni kljást við svona mikil veikindi er erfiðara en maður gæti nokkru sinni ímyndað sér. Söknuðurinn eftir missinn er svo eitthvað sem tíminn læknar ekki. Hann hverfur ekki heldur lærir maður bara að lifa með honum. Þetta kenndi manni að maður þarf að nýta tímann sem maður á vel og það sem hefur hjálpað mér í ferlinu er að ég tók þá ákvörðun að vakna hvern einasta dag og nýta hann til fulls og gera þannig pabba stoltan því ég veit að það er það sem hann vildi.“ Dagmar segist hafa lært af honum að maður uppsker svo sannarlega eins og maður sáir, sama á hvaða sviði það er. „Hann lagði mikið upp úr því að ég þyrfti að vinna fyrir hlutunum og ef ég ætlaði mér eitthvað þá þyrfti ég að sækja það og ekki gera það með hálfum hug. Hann sagði mér að ég þyrfti að finna mína leið, ekki gefast upp þótt móti blési heldur halda áfram alla leið. Pabbi var og er mín mesta fyrirmynd. Hann var einn duglegasti maður sem ég hef kynnst, vann krefjandi starf og meira en flestir en kvartaði aldrei undan álagi. Hann var afar fær hjartaskurðlæknir og hafði gríðarlega ástríðu og metnað fyrir sinni vinnu en hann gorti sig aldrei af sínum hæfileikum heldur talaði hann alltaf um liðsheildina. Hann var ráðagóður og aldrei til vandamál, bara lausnir. Hann bjó semsagt yfir mörgum einkennum sem ég vil tileinka mér í mínum frama.“ Hægt að fylgjast með Dagmar á Instagram síðunum 1104bymar og dagmarmgunnars.Vísir/Vilhelm Fjölskyldan með í ferlinu „Það gerir alveg ótrúlega mikið fyrir mig að getað heiðrað hann í mínu sorgarferli en ég finn það svo sterkt hvað hann var og er mikið með mér í öllu sem ég geri. Það hafa komið erfiðir tímar en sama hvað þá kemst ég einhvern veginn alltaf í gegnum þá því ég veit pabbi er með mér og hvetur mig áfram. Þetta átti upprunalega bara að vera lítið verkefni til að heiðra hann eftir að hann féll frá en eftir að viðbörgðin voru svona góð þá vildi ég halda áfram og gera þetta fyrir hann.“ Dagmar segir að viðtökurnar hér heima hafi verið góðar og hún hefur líka gaman að því´að það eru sífellt að bætast við fleiri erlendir fylgjendur á Instagram. „Annars þykir mér líka svo vænt um hvað við höfum eignast mikið af fastakúnnum sem koma aftur og aftur, ég elska það. Það þýðir allavega að ég er að gera eitthvað rétt og er mikil hvatning til að halda áfram. Allar vörurnar mínar bera samsett heiti sem tengd eru nöfnum eða hluta úr nafni og afmælisdögum náinna fjölskyldumeðlima. Mér finnst svo ótrúlega gaman að geta leyft fjölskyldunni að vera hluti af þessu ferli með mér.“ Óþarfi að kyngreina skartgripi Aðspurð um hönnunina lýsir Dagmar henni sé einföld og stílhrein, með grófleika og fínleika í bland. „Hönnun sem hentar bæði fyrir hversdagsleikann og fyrir fínni tilefni og eru fyrir öll kyn. Mér finnst einfaldlega óþarfi að kyngreina skartgripi, að stimpla ákveðið skart fyrir eitthvað ákveðið kyn. Fyrir mér skiptir kyn ekki máli. Mér finnst bara mikilvægt að öll kyn finni að það sé talað til þeirra og þau finni vörur sem henta sér. Fjölbreytileikinn er svo frábær. Skartgripirnir voru fyrst seld í þeirra eigin netverslun en svo bættust hægt og rólega við nýir sölustaðir. „Það eru þrettán búðir á landsvísu sem selja okkar vöru ásamt því að þær eru til sölu í Pennanum Eymundsson á Keflavíkurflugvelli. Við opnuðum núna í byrjun september 2022 í Faxafeni 10. Það tók smá tíma að gera rýmið klárt en það hafðist á endanum og við erum hrikalega ánægð með útkomuna.“ Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir var búin að vera sjálfstætt starfandi í nokkur ár sem umboðskona ásamt því að vinna sem markaðssérfræðingur.Vísir/Vilhelm Dagmar er á fullu þessa dagana en ætlar að slaka vel á um jólin. „Jólin verða bara bland af kósýheitum í náttfötunum með kakóbolla, samverustundum með fjölskyldunni og svo framkvæmdum og flutningum en við fjölskyldan erum að flytja okkur um set í Kópavoginum.“ Það er samt ein jólahefð sem er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Ég held að mín uppáhalds jólahefð hafi verið hittingur með systkinum mínum á Eldsmiðjunni niðri í bæ á Þorláksmessu og kíkja svo í kjölfarið með þeim á smá jólarölt í miðbænum. Nú hafa síðustu jól hins vegar verið svolítið lituð af COVID og Eldsmiðjunni verið lokað en við systkinin reynum samt að halda í þá hefð af hafa Þorláksmessuhitting. Svo er líka yndislegt að byrja að skapa nýjar jólahefðir nú þegar maður er sjálfur kominn með fjölskyldu. Annars finnst mér það mikilvægasta að njóta tímans á jólunum með með mínu nánasta fólki því maður veit aldrei hvað þetta líf ber í skauti sér.“ Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir byrjaði með eigið skartgripavörumerki í heimsfaraldrinum og valdi nafn með mjög persónulega merkingu. „Í september árið 2020 missti ég pabba minn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann hvatti mig ávallt í öllum mínum verkefnum og í veikindunum ítrekaði hann við mig að eltast við það sem ég vildi gera og ekki hika. Það er það sem ég gerði. Hann veitti mér innblástur. 1104 stendur fyrir afmælisdaginn hans pabba og því hefur nafnið mikla merkingu fyrir mig.“ Faðir hennar var fæddur 11. apríl og lést í september árið 2020 eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. „Við pabbi áttum dýrmætt samband. Hann bjó lengi vel út í Svíþjóð en eftir að hann flutti heim þegar ég var 18 ára byggðum við upp gríðarlega sterkt vináttusamband. Við urðum eiginlega perluvinir. Ég gat treyst honum fyrir öllu enda leitaði ég mikið til hans til að fá ráð við öllu milli himins og jarðar. Við vorum einnig nokkuð lík, með sama svarta húmorinn, eins og kannski við öll systkinin, og því alltaf mjög stutt í grínið hjá okkur. Tímabilið þegar ég bjó hjá pabba eftir að hann flutti heim er svo ótrúlega dýrmætt þegar ég lít til baka og er minning sem ég mun geyma það sem eftir er.“ Nýtir hvern dag til fulls Í þessi tvö ár sem Dagmar er búin að vera með vörumerkið hefur hún fundið ótrúlega sterkt fyrir pabba sínum. „Hann leiðir mig áfram og ýtir mér áfram á erfiðum stundum. Ég ákvað það þetta væri mín leið í að gera hann stoltan á sama tíma finna fyrir honum í sorginni. Veikindin höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig, en að horfa uppá einhvern svona náinn manni kljást við svona mikil veikindi er erfiðara en maður gæti nokkru sinni ímyndað sér. Söknuðurinn eftir missinn er svo eitthvað sem tíminn læknar ekki. Hann hverfur ekki heldur lærir maður bara að lifa með honum. Þetta kenndi manni að maður þarf að nýta tímann sem maður á vel og það sem hefur hjálpað mér í ferlinu er að ég tók þá ákvörðun að vakna hvern einasta dag og nýta hann til fulls og gera þannig pabba stoltan því ég veit að það er það sem hann vildi.“ Dagmar segist hafa lært af honum að maður uppsker svo sannarlega eins og maður sáir, sama á hvaða sviði það er. „Hann lagði mikið upp úr því að ég þyrfti að vinna fyrir hlutunum og ef ég ætlaði mér eitthvað þá þyrfti ég að sækja það og ekki gera það með hálfum hug. Hann sagði mér að ég þyrfti að finna mína leið, ekki gefast upp þótt móti blési heldur halda áfram alla leið. Pabbi var og er mín mesta fyrirmynd. Hann var einn duglegasti maður sem ég hef kynnst, vann krefjandi starf og meira en flestir en kvartaði aldrei undan álagi. Hann var afar fær hjartaskurðlæknir og hafði gríðarlega ástríðu og metnað fyrir sinni vinnu en hann gorti sig aldrei af sínum hæfileikum heldur talaði hann alltaf um liðsheildina. Hann var ráðagóður og aldrei til vandamál, bara lausnir. Hann bjó semsagt yfir mörgum einkennum sem ég vil tileinka mér í mínum frama.“ Hægt að fylgjast með Dagmar á Instagram síðunum 1104bymar og dagmarmgunnars.Vísir/Vilhelm Fjölskyldan með í ferlinu „Það gerir alveg ótrúlega mikið fyrir mig að getað heiðrað hann í mínu sorgarferli en ég finn það svo sterkt hvað hann var og er mikið með mér í öllu sem ég geri. Það hafa komið erfiðir tímar en sama hvað þá kemst ég einhvern veginn alltaf í gegnum þá því ég veit pabbi er með mér og hvetur mig áfram. Þetta átti upprunalega bara að vera lítið verkefni til að heiðra hann eftir að hann féll frá en eftir að viðbörgðin voru svona góð þá vildi ég halda áfram og gera þetta fyrir hann.“ Dagmar segir að viðtökurnar hér heima hafi verið góðar og hún hefur líka gaman að því´að það eru sífellt að bætast við fleiri erlendir fylgjendur á Instagram. „Annars þykir mér líka svo vænt um hvað við höfum eignast mikið af fastakúnnum sem koma aftur og aftur, ég elska það. Það þýðir allavega að ég er að gera eitthvað rétt og er mikil hvatning til að halda áfram. Allar vörurnar mínar bera samsett heiti sem tengd eru nöfnum eða hluta úr nafni og afmælisdögum náinna fjölskyldumeðlima. Mér finnst svo ótrúlega gaman að geta leyft fjölskyldunni að vera hluti af þessu ferli með mér.“ Óþarfi að kyngreina skartgripi Aðspurð um hönnunina lýsir Dagmar henni sé einföld og stílhrein, með grófleika og fínleika í bland. „Hönnun sem hentar bæði fyrir hversdagsleikann og fyrir fínni tilefni og eru fyrir öll kyn. Mér finnst einfaldlega óþarfi að kyngreina skartgripi, að stimpla ákveðið skart fyrir eitthvað ákveðið kyn. Fyrir mér skiptir kyn ekki máli. Mér finnst bara mikilvægt að öll kyn finni að það sé talað til þeirra og þau finni vörur sem henta sér. Fjölbreytileikinn er svo frábær. Skartgripirnir voru fyrst seld í þeirra eigin netverslun en svo bættust hægt og rólega við nýir sölustaðir. „Það eru þrettán búðir á landsvísu sem selja okkar vöru ásamt því að þær eru til sölu í Pennanum Eymundsson á Keflavíkurflugvelli. Við opnuðum núna í byrjun september 2022 í Faxafeni 10. Það tók smá tíma að gera rýmið klárt en það hafðist á endanum og við erum hrikalega ánægð með útkomuna.“ Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir var búin að vera sjálfstætt starfandi í nokkur ár sem umboðskona ásamt því að vinna sem markaðssérfræðingur.Vísir/Vilhelm Dagmar er á fullu þessa dagana en ætlar að slaka vel á um jólin. „Jólin verða bara bland af kósýheitum í náttfötunum með kakóbolla, samverustundum með fjölskyldunni og svo framkvæmdum og flutningum en við fjölskyldan erum að flytja okkur um set í Kópavoginum.“ Það er samt ein jólahefð sem er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Ég held að mín uppáhalds jólahefð hafi verið hittingur með systkinum mínum á Eldsmiðjunni niðri í bæ á Þorláksmessu og kíkja svo í kjölfarið með þeim á smá jólarölt í miðbænum. Nú hafa síðustu jól hins vegar verið svolítið lituð af COVID og Eldsmiðjunni verið lokað en við systkinin reynum samt að halda í þá hefð af hafa Þorláksmessuhitting. Svo er líka yndislegt að byrja að skapa nýjar jólahefðir nú þegar maður er sjálfur kominn með fjölskyldu. Annars finnst mér það mikilvægasta að njóta tímans á jólunum með með mínu nánasta fólki því maður veit aldrei hvað þetta líf ber í skauti sér.“
Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira