Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. desember 2022 22:05 Atli var lengur heim úr vinnunni en venjulega í nótt. Vísir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. „Þegar ég keyrði frá Hveragerði til Reykjavíkur var kominn smá þæfingur, skafrenningur, en ekkert til að gráta yfir. Það var ekkert vesen,“ segir Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður í samtali við fréttastofu. Þegar Atli viðar kíkti hins vegar á vef Vegagerðarinnar sá hann að búið var að loka Hellisheiðinni. „Sem var ekki í fyrsta skipti sem maður lendir í því þegar maður býr í Hveragerði en vinnur í Reykjavík,“ segir Atli. Hefði getað gist hjá mömmu Suðustrandarvegurinn var hins vegar opinn og Atli sló til og ákvað að keyra þá leiðina, sem er um fjórum sinnum lengri eða rúmar tvær klukkustundir. Þrátt fyrir að hafa staðið til boða að gista heima hjá móður sinni sem býr í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann segir að ferðalagið hafi gengið vel framan af. Á Grindavíkurveginum hafi til að mynda verið svo góð færð að ökuþórar úr Grindavík „gönnuðu“ fram úr honum á hundrað og tuttugu. Þegar inn í Grindavík var komið fór ferðalagið að versna. Atli ákvað að keyra niður að höfn og taka eldsneyti á Orkunni. Á leiðinni þangað festi hann bílinn sinn í litlum skafli við bensínstöðina. Atli ekur Kia Sportage smájeppa. Hann segir að hann hafi náð að losa bílinn með lítilli skóflu sem hann erfði af ömmu eiginkonu sinnar. Hann mælir með að allir Íslendingar geymi slíka skóflu í bifreiðum sínum. Þá segist hann hafa verið svo séður að pakka hlýjum fötum í bílinn áður en hann lagði af stað. Ökumaður snjómoksturstækis kom til bjargar Þá ákvað Atli að halda leið sinni áfram frá Grindavík enda hafi færðin litið ágætlega út og allt benti til þess að leiðin væri fær. Þá hefði Atli átt að eiga rétt rúman klukkutíma eftir af ferðalaginu. Þegar Atli var kominn fram hjá Krýsuvíkurbjargi var snjó farið að kyngja niður. Þá snerist bíll hans á veginum og festist. Til allrar hamingju kom snjóruðningstæki aftan að Atla skömmu síðar. Með aðstoð ökumanns þess tókst Atla að losa bílinn. Skömmu áður en Atli kom að Þorlákshöfn, í kjölfar snjóruðningstækisins, hitti hann fyrir björgunarsveitarmenn. Atli spurði þá hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín. „Nei, þú ert ekki að fara heim,“ sögðu björgunarsveitarmenn og bentu honum á fjöldahjálparmiðstöð sem búið var að opna í Þorlákshöfn. Festist rétt hjá fjöldahjálparmiðstöðinni Á leiðinni þangað festist snjóruðningstækið við hringtorgið sem liggur við Þorlákshöfn. Þar sat Atli fastur í þrjár klukkustundir, ásamt því sem hann kallar litlu samfélagi fólks sem hafði fest. Atli segir að á meðan hann sat fastur hafi verið mikil óvissa um það hvenær hann kæmist heim til Hveragerðis. Hann bendir á að hann hafi aldrei áður vitað til þess að vegurinn milli Þorlákshafnar og Hveragerðis væri ófær. Um sexleytið varð ljóst að hann gæti komist á milli bæanna tveggja en þá kom í ljós að bíllinn hans var pikkfastur. Það segir hann hafa verið mestu mildi enda hafi hann fengið far með björgunarsveitarmönnum og séð á leiðinni að hann hefði aldrei komist alla leið á eigin bíl. Sex tímum eftir að hafa lagt af stað frá Reykjavík kom hann heim til sín klukkan átta í morgun. Farið var fyrir veðrið sem skall á í nótt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var rætt við Atla. Veður Hveragerði Snjómokstur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
„Þegar ég keyrði frá Hveragerði til Reykjavíkur var kominn smá þæfingur, skafrenningur, en ekkert til að gráta yfir. Það var ekkert vesen,“ segir Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður í samtali við fréttastofu. Þegar Atli viðar kíkti hins vegar á vef Vegagerðarinnar sá hann að búið var að loka Hellisheiðinni. „Sem var ekki í fyrsta skipti sem maður lendir í því þegar maður býr í Hveragerði en vinnur í Reykjavík,“ segir Atli. Hefði getað gist hjá mömmu Suðustrandarvegurinn var hins vegar opinn og Atli sló til og ákvað að keyra þá leiðina, sem er um fjórum sinnum lengri eða rúmar tvær klukkustundir. Þrátt fyrir að hafa staðið til boða að gista heima hjá móður sinni sem býr í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann segir að ferðalagið hafi gengið vel framan af. Á Grindavíkurveginum hafi til að mynda verið svo góð færð að ökuþórar úr Grindavík „gönnuðu“ fram úr honum á hundrað og tuttugu. Þegar inn í Grindavík var komið fór ferðalagið að versna. Atli ákvað að keyra niður að höfn og taka eldsneyti á Orkunni. Á leiðinni þangað festi hann bílinn sinn í litlum skafli við bensínstöðina. Atli ekur Kia Sportage smájeppa. Hann segir að hann hafi náð að losa bílinn með lítilli skóflu sem hann erfði af ömmu eiginkonu sinnar. Hann mælir með að allir Íslendingar geymi slíka skóflu í bifreiðum sínum. Þá segist hann hafa verið svo séður að pakka hlýjum fötum í bílinn áður en hann lagði af stað. Ökumaður snjómoksturstækis kom til bjargar Þá ákvað Atli að halda leið sinni áfram frá Grindavík enda hafi færðin litið ágætlega út og allt benti til þess að leiðin væri fær. Þá hefði Atli átt að eiga rétt rúman klukkutíma eftir af ferðalaginu. Þegar Atli var kominn fram hjá Krýsuvíkurbjargi var snjó farið að kyngja niður. Þá snerist bíll hans á veginum og festist. Til allrar hamingju kom snjóruðningstæki aftan að Atla skömmu síðar. Með aðstoð ökumanns þess tókst Atla að losa bílinn. Skömmu áður en Atli kom að Þorlákshöfn, í kjölfar snjóruðningstækisins, hitti hann fyrir björgunarsveitarmenn. Atli spurði þá hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín. „Nei, þú ert ekki að fara heim,“ sögðu björgunarsveitarmenn og bentu honum á fjöldahjálparmiðstöð sem búið var að opna í Þorlákshöfn. Festist rétt hjá fjöldahjálparmiðstöðinni Á leiðinni þangað festist snjóruðningstækið við hringtorgið sem liggur við Þorlákshöfn. Þar sat Atli fastur í þrjár klukkustundir, ásamt því sem hann kallar litlu samfélagi fólks sem hafði fest. Atli segir að á meðan hann sat fastur hafi verið mikil óvissa um það hvenær hann kæmist heim til Hveragerðis. Hann bendir á að hann hafi aldrei áður vitað til þess að vegurinn milli Þorlákshafnar og Hveragerðis væri ófær. Um sexleytið varð ljóst að hann gæti komist á milli bæanna tveggja en þá kom í ljós að bíllinn hans var pikkfastur. Það segir hann hafa verið mestu mildi enda hafi hann fengið far með björgunarsveitarmönnum og séð á leiðinni að hann hefði aldrei komist alla leið á eigin bíl. Sex tímum eftir að hafa lagt af stað frá Reykjavík kom hann heim til sín klukkan átta í morgun. Farið var fyrir veðrið sem skall á í nótt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var rætt við Atla.
Veður Hveragerði Snjómokstur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira