Innlent

Fjallað um jólabækur og eignadreifingu

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Farið verður um víðan völl í þjóðlífsþættinum Sprengisandi í dag. Lína Guðlaug Atladóttir ríður á vaðið og ræðir nýútkomna bók sína um Kína, Rót.

Þórður Snær Júlíusson ræðir tekju- og eignadreifingu í landinu. Hann hefur um árabil kynnt sér málefnið.

Hildur Hermannsdóttir ræðir atvik sem mörgum er minnisstætt, þegar stíflan í Miðkvísl í Laxá í Aðaldal var sprengd árið 1970.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×