Sport

Daníel áfram í HBW Balingen-Weilstetten

Andri Már Eggertsson skrifar
Daníel Þór Ingason verður áfram í HBW
Daníel Þór Ingason verður áfram í HBW Nino Strauch.

Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður í handbolta, hefur framlengt samning sinn við HBW Balingen-Weilstetten til 2025. 

HBW Balingen-Weilstetten spilar í 2. deild í Þýskalandi og er með sex stiga forystu á toppnum eftir sautján leiki. Daníel Þór kom til Balingen-Weilstetten árið 2021 og hefur nú framlengt viðveru sína til 30. júní 2025. Daníel Þór er ekki eini Íslendingurinn í Balingen-Weilstetten en Oddur Grétarsson er liðsfélagi hans. 

Daníel Þór hefur verið í atvinnumennsku síðan 2019 en þá yfirgaf Daníel Hauka og gekk til liðs við Ribe-Esbjerg í Danmörku. Daníel hefur leikið 39 landsleiki með A-landsliði karla í handbolta og skorað í þeim 11 mörk. 

Daníel Þór hefur tekið þátt í þremur stórmótum með landsliðinu. Hann var valinn í 35 manna landsliðshóp Íslands og kemur sterklega til greina í hópinn sem Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, mun velja í vikunni. 

HBW Balingen-Weilstetten tilkynnti á heimasíðu sinni að Daníel Þór yrði áfram í herbúðum félagsins. 

  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×