Landslið karla í handbolta Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu. Handbolti 10.2.2025 07:34 Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Handbolti 7.2.2025 08:02 Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eða öllu heldur vinnubrögð HSÍ í síðustu þjálfaraleit sambandsins, voru til umræðu í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið HM var gert upp og mátti heyra að sérfræðingar þáttarins, allt fyrrverandi landsliðsmenn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar. Handbolti 6.2.2025 09:27 Viktor Gísli næst bestur á HM Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira. Handbolti 4.2.2025 13:15 Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu. Handbolti 4.2.2025 08:03 Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. Handbolti 3.2.2025 14:33 Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ „Mér finnst sú umræða bara vera skrýtin ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, um gagnrýni sem beindist gegn HSÍ og heimferðarplönum af HM áður en að Ísland var úr leik á mótinu. Handbolti 3.2.2025 11:03 Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir alveg hægt að færa rök fyrir því að án Arons Pálmarssonar væri landsliðið í veseni. Aron átti frábært stórmót í síðasta mánuði og hefur Snorri áhyggjur af því hversu litla pressu aðrir leikmenn setji á að taka stöðu hans. Handbolti 3.2.2025 08:32 Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Eitt heitasta málið eftir heimsmeistaramótið var aðkoma Gunnars Magnússonar að undirbúningi Króatar fyrir leikinn afdrifaríka á móti Íslandi. Íslenski landsliðsþjálfarinn hefur sjálfur skoðun á þeirri umræðu. Handbolti 2.2.2025 11:32 Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur ekki getað horft á HM eftir að Ísland datt úr keppni en íslenski landsliðsþjálfarinn segist ætla horfa á úrslitaleikinn á HM í dag og heldur með stórvini sínum Degi Sigurðssyni. Handbolti 2.2.2025 09:00 Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson. Handbolti 1.2.2025 11:00 Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. Handbolti 1.2.2025 09:02 Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, gefur ekki mikið fyrir skrif Víðis Sigurðssonar hjá Morgunblaðinu þar sem hann ræðir aðkomu Gunnars Magnússonar að sigri Króatíu á Íslamdi á HM í handbolta. Handbolti 31.1.2025 07:01 Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Af nokkrum súrum og svekkjandi töpum strákanna okkar á stórmótum er eitt tap sem stendur upp úr. Vísir skoðaði þessi grátlegustu töp íslenska karlalandsliðsins í sögu HM, EM og ÓL. Handbolti 30.1.2025 08:05 Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram og einn sérfræðinga Besta sætisins um HM í handbolta, telur að Viktor Gísli Hallgrímsson sé einn af þremur bestu markvörðum í heimi. Handbolti 28.1.2025 15:01 „Við getum bara verið fúlir“ Íslenska landsliðið í handbolta hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu. Átta stig í milliriðli dugðu liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslitin. Fyrrverandi landsliðsmaður segir liðið þó vera á réttri leið. Handbolti 28.1.2025 11:32 Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir. Handbolti 28.1.2025 09:31 Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Ísland er eina liðið sem hefur setið eftir þrátt fyrir að hafa fengið átta stig í milliriðli eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp á HM í handbolta karla. Handbolti 28.1.2025 08:33 Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Aðeins þrír markverðir á heimsmeistaramótinu í handbolta karla eru með betri hlutfallsmarkvörslu en Viktor Gísli Hallgrímsson. Hann varði fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig á HM. Handbolti 27.1.2025 15:46 Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. Handbolti 27.1.2025 13:02 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. Handbolti 27.1.2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. Handbolti 27.1.2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? Handbolti 27.1.2025 09:31 HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. Handbolti 27.1.2025 08:03 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. Handbolti 26.1.2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. Handbolti 26.1.2025 22:31 Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst. Handbolti 26.1.2025 19:00 Guðmundur hefur trú á Slóveníu Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia í Danmörku og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur trú á að Slóvenía geri Íslandi greiða í kvöld þegar liðin mætast á HM karla í handbolta. Handbolti 26.1.2025 18:14 Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. Handbolti 26.1.2025 16:43 Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. Handbolti 26.1.2025 16:42 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 37 ›
Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu. Handbolti 10.2.2025 07:34
Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Handbolti 7.2.2025 08:02
Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eða öllu heldur vinnubrögð HSÍ í síðustu þjálfaraleit sambandsins, voru til umræðu í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið HM var gert upp og mátti heyra að sérfræðingar þáttarins, allt fyrrverandi landsliðsmenn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar. Handbolti 6.2.2025 09:27
Viktor Gísli næst bestur á HM Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira. Handbolti 4.2.2025 13:15
Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu. Handbolti 4.2.2025 08:03
Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. Handbolti 3.2.2025 14:33
Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ „Mér finnst sú umræða bara vera skrýtin ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, um gagnrýni sem beindist gegn HSÍ og heimferðarplönum af HM áður en að Ísland var úr leik á mótinu. Handbolti 3.2.2025 11:03
Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir alveg hægt að færa rök fyrir því að án Arons Pálmarssonar væri landsliðið í veseni. Aron átti frábært stórmót í síðasta mánuði og hefur Snorri áhyggjur af því hversu litla pressu aðrir leikmenn setji á að taka stöðu hans. Handbolti 3.2.2025 08:32
Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Eitt heitasta málið eftir heimsmeistaramótið var aðkoma Gunnars Magnússonar að undirbúningi Króatar fyrir leikinn afdrifaríka á móti Íslandi. Íslenski landsliðsþjálfarinn hefur sjálfur skoðun á þeirri umræðu. Handbolti 2.2.2025 11:32
Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur ekki getað horft á HM eftir að Ísland datt úr keppni en íslenski landsliðsþjálfarinn segist ætla horfa á úrslitaleikinn á HM í dag og heldur með stórvini sínum Degi Sigurðssyni. Handbolti 2.2.2025 09:00
Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson. Handbolti 1.2.2025 11:00
Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. Handbolti 1.2.2025 09:02
Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, gefur ekki mikið fyrir skrif Víðis Sigurðssonar hjá Morgunblaðinu þar sem hann ræðir aðkomu Gunnars Magnússonar að sigri Króatíu á Íslamdi á HM í handbolta. Handbolti 31.1.2025 07:01
Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Af nokkrum súrum og svekkjandi töpum strákanna okkar á stórmótum er eitt tap sem stendur upp úr. Vísir skoðaði þessi grátlegustu töp íslenska karlalandsliðsins í sögu HM, EM og ÓL. Handbolti 30.1.2025 08:05
Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram og einn sérfræðinga Besta sætisins um HM í handbolta, telur að Viktor Gísli Hallgrímsson sé einn af þremur bestu markvörðum í heimi. Handbolti 28.1.2025 15:01
„Við getum bara verið fúlir“ Íslenska landsliðið í handbolta hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu. Átta stig í milliriðli dugðu liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslitin. Fyrrverandi landsliðsmaður segir liðið þó vera á réttri leið. Handbolti 28.1.2025 11:32
Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir. Handbolti 28.1.2025 09:31
Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Ísland er eina liðið sem hefur setið eftir þrátt fyrir að hafa fengið átta stig í milliriðli eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp á HM í handbolta karla. Handbolti 28.1.2025 08:33
Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Aðeins þrír markverðir á heimsmeistaramótinu í handbolta karla eru með betri hlutfallsmarkvörslu en Viktor Gísli Hallgrímsson. Hann varði fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig á HM. Handbolti 27.1.2025 15:46
Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. Handbolti 27.1.2025 13:02
Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. Handbolti 27.1.2025 12:03
HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. Handbolti 27.1.2025 11:01
Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? Handbolti 27.1.2025 09:31
HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. Handbolti 27.1.2025 08:03
Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. Handbolti 26.1.2025 23:17
Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. Handbolti 26.1.2025 22:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst. Handbolti 26.1.2025 19:00
Guðmundur hefur trú á Slóveníu Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia í Danmörku og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur trú á að Slóvenía geri Íslandi greiða í kvöld þegar liðin mætast á HM karla í handbolta. Handbolti 26.1.2025 18:14
Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. Handbolti 26.1.2025 16:43
Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. Handbolti 26.1.2025 16:42