Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

Gagn­rýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“

Þjálfaramál ís­lenska karla­lands­liðsins í hand­bolta, eða öllu heldur vinnu­brögð HSÍ í síðustu þjálfara­leit sam­bandsins, voru til um­ræðu í Fram­lengingunni hjá RÚV þar sem að nýaf­staðið HM var gert upp og mátti heyra að sér­fræðingar þáttarins, allt fyrr­verandi lands­liðs­menn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli næst bestur á HM

Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira.

Handbolti
Fréttamynd

Skrif Víðis „von­brigði“ en málinu lokið

Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu.

Handbolti
Fréttamynd

Finnst um­ræðan skrýtin: „Ó­dýr þvæla“

„Mér finnst sú um­ræða bara vera skrýtin ef ég á að vera alveg hrein­skilinn,“ segir Snorri Steinn Guðjóns­son, lands­liðsþjálfari Ís­lands í hand­bolta, um gagn­rýni sem beindist gegn HSÍ og heim­ferðarplönum af HM áður en að Ís­land var úr leik á mótinu.

Handbolti
Fréttamynd

Súrustu töpin í sögu strákanna okkar

Af nokkrum súrum og svekkjandi töpum strákanna okkar á stórmótum er eitt tap sem stendur upp úr. Vísir skoðaði þessi grátlegustu töp íslenska karlalandsliðsins í sögu HM, EM og ÓL.

Handbolti
Fréttamynd

„Við getum bara verið fúlir“

Íslenska landsliðið í handbolta hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu. Átta stig í milliriðli dugðu liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslitin. Fyrrverandi landsliðsmaður segir liðið þó vera á réttri leið.

Handbolti
Fréttamynd

Að­eins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ís­land á HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli besti maður Ís­lands á HM

Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Henrys: Endur­tekið efni enn eitt árið

Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim

Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst.

Handbolti
Fréttamynd

Guð­mundur hefur trú á Slóveníu

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia í Danmörku og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur trú á að Slóvenía geri Íslandi greiða í kvöld þegar liðin mætast á HM karla í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrir­liðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“

„Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu.

Handbolti
Fréttamynd

Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“

„Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM.

Handbolti