Tólf hundruð veðurtepptum ferðalöngum bjargað af Grindavíkurvegi í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2022 12:03 Frá aðgerðum á Grindavíkurvegi. Margir lögðu leið sína í Bláa lónið í gær þrátt fyrir snjóbyl og þurfti að opna þar fjöldahjálparmiðstöð. aðsend Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag. Miklar samgöngutruflanir hafa verið á suðvesturlandi undafnarinn rúman sólarhring vegna mikillar snjókomu og skafrennings. Ástandið var einna verst á Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi en þeim þurfti að loka vegna bíla sem sátu þar fastir í gær. „Það var mikil vinna á Grindavíkurveginum. Það voru björgunarsveitir hinum megin frá, bæði Reykjavík og Suðurnesjunum, og við hérna megin, gröfur og ég veit ekki hvað og hvað. Við gerðum það sem var hægt að gera og það bara tók sinn tíma,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. „Þetta er svakaleg vinna, sérstaklega þegar eru svona vegrið í miðjunni á veginum og köntunum. Það er ekki svigrúm til að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Fjöldahjálparstöð í Bláa lóninu Enn eru tíu fastir í íþróttahúsinu, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð, sem verið er að hjálpa að komast heim. Þeir eru búnir að vera veðurtepptir í sólarhring. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Ég myndi giska á að með Bláa lóninu og öllu, við vorum náttúrulega í samstarfi við Bláa lónið með tvær fjöldahjálparstöðvar. Starfsfólkið þar sá um þá og svo var fjöldahjálparstöð hér í Grindavík. Ég giska á að samtals hafi þetta verið á milli þúsund og tólf hundruð manns sem voru innlyksa hérna,“ segir Bogi. Margir sem sátu fastir hafi reynt að fara þessa leið suður á Þorlákshöfn og Selfoss og lengra austur þar sem heiðin var lokuð. „Jú, jú. Það fékk alveg frábærar leiðbeiningar og ruðning hingað í fjöldahjálparstöð í staðin fyrir hinum megin. Ég veit ekki af hverju það skeði en það skeði alla vega. En við redduðum því bara,“ segir Bogi. Vonar að landsmenn séu sprengjuglaðir Óvíst sé hvenær verkefninu lauk. „Ég veit bara að liðið mitt fór í svefn hálf fimm. Þá var komin smá ró í þetta.“ Svona verkefni sé gríðarlega dýrt og tímafrekt og nú stóli björgunarsveitir á að landsmenn verði sprengjuglaðir um áramótin. „Nú treystir maður á að menn verði sprengjuglaðir. Því meira sem þú kaupir, því meira get ég hjálpað þér. Rótarskotin eru frábær líka fyrir þá sem ekki vilja sprengja.“ Björgunarsveitir Veður Grindavík Tengdar fréttir Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02 Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05 Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Miklar samgöngutruflanir hafa verið á suðvesturlandi undafnarinn rúman sólarhring vegna mikillar snjókomu og skafrennings. Ástandið var einna verst á Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi en þeim þurfti að loka vegna bíla sem sátu þar fastir í gær. „Það var mikil vinna á Grindavíkurveginum. Það voru björgunarsveitir hinum megin frá, bæði Reykjavík og Suðurnesjunum, og við hérna megin, gröfur og ég veit ekki hvað og hvað. Við gerðum það sem var hægt að gera og það bara tók sinn tíma,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. „Þetta er svakaleg vinna, sérstaklega þegar eru svona vegrið í miðjunni á veginum og köntunum. Það er ekki svigrúm til að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Fjöldahjálparstöð í Bláa lóninu Enn eru tíu fastir í íþróttahúsinu, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð, sem verið er að hjálpa að komast heim. Þeir eru búnir að vera veðurtepptir í sólarhring. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Ég myndi giska á að með Bláa lóninu og öllu, við vorum náttúrulega í samstarfi við Bláa lónið með tvær fjöldahjálparstöðvar. Starfsfólkið þar sá um þá og svo var fjöldahjálparstöð hér í Grindavík. Ég giska á að samtals hafi þetta verið á milli þúsund og tólf hundruð manns sem voru innlyksa hérna,“ segir Bogi. Margir sem sátu fastir hafi reynt að fara þessa leið suður á Þorlákshöfn og Selfoss og lengra austur þar sem heiðin var lokuð. „Jú, jú. Það fékk alveg frábærar leiðbeiningar og ruðning hingað í fjöldahjálparstöð í staðin fyrir hinum megin. Ég veit ekki af hverju það skeði en það skeði alla vega. En við redduðum því bara,“ segir Bogi. Vonar að landsmenn séu sprengjuglaðir Óvíst sé hvenær verkefninu lauk. „Ég veit bara að liðið mitt fór í svefn hálf fimm. Þá var komin smá ró í þetta.“ Svona verkefni sé gríðarlega dýrt og tímafrekt og nú stóli björgunarsveitir á að landsmenn verði sprengjuglaðir um áramótin. „Nú treystir maður á að menn verði sprengjuglaðir. Því meira sem þú kaupir, því meira get ég hjálpað þér. Rótarskotin eru frábær líka fyrir þá sem ekki vilja sprengja.“
Björgunarsveitir Veður Grindavík Tengdar fréttir Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02 Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05 Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02
Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05
Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08