Körfubolti

Sara Rún, Jón Axel og Hilmar fóru með sigur af hólmi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar fóru með sigur af hólmi.
Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar fóru með sigur af hólmi. Vísir/Hulda Margrét

Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, skoraði fimm stig þegar lið hennar Faenza vann sannfærandi sigur gegn Parking Graf Crema í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Lokatölur í leiknum urðu 54-67 en Sara Rún spilaði tæplega stundarfjórðung í leiknum.

Eftir þennan sigur situr Faenza í 10. sæti deildarinnar en liðið er með þrjá sigra og níu töp í deildinni á þessu keppnistímabili.

Jón Axel Guðmunds­son var einnig í eldlínunni á Ítalíu í kvöld en hann skoraði sjö stig, gaf fjórar stoðsend­ing­ar og reif niður tvö frá­köst þegar lið hans, Pesaro, valtaði yfir Verona 94-40 í ítölsku A-deildinni

Pesaro hefur 14 stig eftir þennan sigur og situr í fimmta sæti deildarinnar en liðið er sex stigum á eftir Virt­us Bologna sem trónir á toppnum.

Hilm­ar Pét­urs­son sallaði niður 11 stigum, gaf auk þess tíu stoðsend­ing­ar og hirti fjögur fráköst fyrir Münster í 96-80 sigri liðsins gegn Brem­er­haven í þýsku B-deildini. Mün­ster komst með sigrinum upp að hlið Bremerhaven, Trier og Kirchheim en liðin eru í 11. - 14. sæti með 10 stig.

Krist­inn Páls­son og liðsfélagar hans Aris Leeuw­ar­den máttu þolua 83-74 tap á heima­velli þegar liðið mætti Lei­den í fyrri um­ferð átta liða úr­slita hol­lenska bik­ars­ins. Kristinn setti þrjú stig á töfluna.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×