Lífið

Stjörnu­lífið: Jóla­tón­leikar, París og frostið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Íslendingar telja niður í jólin.
Íslendingar telja niður í jólin. Samsett

Jólaundirbúningurinn er nú í hámarki hjá flestum. Jólatónleikar, frostið og snjórinn voru áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga. 

Systurnar Kristín og Þóra Tómasdætur fögnuðu öllum snjónum sem féll um helgina og skelltu sér saman á gönguskíði. 

Tónlistarkonan Hildur fann ekki fyrir fingrunum í frostinu.

Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi eru komnar í jólaskap.

Emmsjé Gauti rifjaði upp eftirminnileg augnablik af JÜLEVENNER á síðasta ári.

Hugrún Egils fór með kærastann í hringferð um landið.

Jólagestir Björgvins fóru fram í Laugardalshöll um helgina. Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún voru meðal þeirra sem komu fram þar.

Söngkonan gugusar hlaut Kraumsverðlaunin í síðustu viku. 

Salka Sól er „heppin kona“

Selma Björns birti fallega vinamynd.

Raunveruleikastjarnan Jóhanna Helga fékk sér eins náttföt og dóttir sín. 

Birgitta Líf hefur það gott með afa sínum á Tenerife þar sem fjölskyldan á hús. 

Áhrifavaldarnir og tískuskvísurnar Elísabet Gunnars, Andrea Magnúsdóttir og Marta María Winkel fóru í ferð til Parísar í boði Chanel. Birtu þær myndir af sýningu Chanel sem var að opna í París og auðvitað borginni fallegu og Chanel vörum sem þær fengu að gjöf. 

Birgitta Haukdal kom fram á tónleikum Jóns Jónssonar og Frikka Dórs í Kaplakrika.

Bubbi Morthens fagnaði því að fá Sigurjón Sighvats á Níu líf. 

Katrín Edda eignaðist stúlku eins og fjallað var um á Vísi um helgina.

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona birti flotta mynd frá Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Hörpu. Ilmur var kynnir ásamt Hugleiki Dagssyni.

Brynja Dan er þakklát fyrir vinkonurnar. 

Danni Delux var í góðum félagsskap á Baggalúts tónleikunum í gær. Hann stillti sér upp fyrir mynd með Herberti Guðmundssyni og Erpi Eyvindarsyni sem voru leynigestir á tónleikunum í gær. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fór til Danmerkur. 

Friðrik Ómar hélt vel heppnaða tónleika á Akureyri.

Sunneva Einars veit af frostinu úti en kýs að vera í afneitun.

Hallbera Gísla fór í brúðkaup í kastala.


Tengdar fréttir

Hallbera og Lukas fögnuðu ástinni í írskum kastala

Hallbera Guðný Gísladóttir, knattspyrnukempa og starfsmaður hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, mætti með ástinni sinni til að fagna ást vina þeirra í brúðkaupi í írskum kastala um helgina.

Hágrét á miðju sviðinu eftir tilfinningalegan rússíbana

„Undirbúningur er í fullum gangi og gengur mjög vel. Það er fullt af lausum endum sem þarf að græja en þetta er allt að koma heim og saman,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson sem heldur Jülevenner Emmsjé Gauta í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×