Lífið

Skipti um lag á síðustu stundu og til­einkaði Birgittu flutninginn

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári er einn af þeim keppendum sem eftir standa í Idol.
Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári er einn af þeim keppendum sem eftir standa í Idol.

Í síðasta þætti af Idol fylgdumst við með keppendum, sem höfðu komist áfram úr fyrstu dómaraprufum, spreyta sig á svokölluðu millistigi sem fram fór í Salnum í Kópavogi. Einn þeirra keppenda var hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Guðjón Smári.

„Mesta áskorunin var bara fyrsta áheyrnarprufan fyrir framan dómarana. Þá labbaði maður inn á svið og bara „hvað er ég að gera?“. Þetta var svo stressandi,“ segir Guðjón sem segist hafa svitnað í fyrstu prufunum og hugsað með sér af hverju hann væri eiginlega að standa í þessu.

Eftir að hafa fengið já frá dómnefndinni eftir fyrstu prufurnar var hugarfar Guðjóns þó fljótt að breytast og ákvað hann að hann ætlaði að fara alla leið.

Lukkugripur að skipta um lag á síðustu stundu

Í fyrri hluta millistigsins stigu keppendur á svið í hópum og fluttu stuttan lagstúf án undirleiks fyrir dómnefndina. Úr hverjum hópi komust nokkrir keppendur áfram, á meðan aðrir voru sendir heim. Guðjón flutti lagið You Raise Me Up og komst áfram.

Þeir keppendur sem komust áfram fengu svo að æfa lög með tónlistarstjóranum Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni til þess að flytja með undirleik fyrir dómnefndina. Guðjón Smári æfði lagið If I Can Dream með Elvis Presley.

„Hann [Magnús] var svo frábær og gaf mér svo flotta punkta, að ég fór beint heim og skipti um lag,“ en Guðjón segist hafa skipt um lag á síðustu stundu fyrir hvern einasta flutning í keppninni. „Þetta er einhver svona lukkugripur.“

Hann segir því þó fylgja mikið auka stress að skipta um lag með svona skömmum fyrirvara þegar maður hefur verið að æfa annað lag í nokkra daga. Guðjón segist þó láta hjartað ráða för í þessum efnum.

Tileinkaði Birgittu flutninginn

Hann ákvað að flytja eitt af sínum uppáhalds lögum, Ég fer ekki neitt með Sverri Bergmann, og tileinkaði hann Idol-dómaranum Birgittu Haukdal flutninginn.

Í næsta þætti, þann 6. janúar, munu keppendur svo syngja aftur fyrir dómnefndina og þá kemur í ljóst hvort Guðjón Smári komist alla leið í úrslitin.

Klippa: Guðjón Smári - Ég fer ekki neitt

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.