Höfum það kósí undir sæng heima Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2022 21:06 Lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurlandi í dag að fylgjast með veðrinu og umferðinni á Selfossi og þar í kring. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu. Það var meira en nóg að gera hér hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í dag enda allir póstar meira og minna lokaðir enda var veður mjög slæmt og er enn. Björgunarsveitir, Vegagerðin og lögreglan sáu um lokanir á vegum. Það voru helst ferðamenn, sem voru á ferðinni og voru að biðja um aðstoð hjá lögreglunni. „Það hefur verið allt lokað frá Selfossi þannig að við höldum okkur bara hér á svæðinu þangað til að eitthvað annað breytist. Mestur þunginn hefur verið á björgunarsveitunum en við reynum þó að aðstoða þá eitthvað,“ segir Árni, lögreglumaður á Selfossi. Hvað hvetur þú fólk til að gera núna heima? „Er ekki bara að halda sér heima og hafa það kósí. Fara undir sæng og knúsast, er það bara ekki upplagt,“ bætir Árni hlægjandi við. Er gaman að standa í þessu? „Já á meðan konan leyfir manni ekki að kaupa sér jeppa þá er fínt að vera á stóra lögreglujeppanum í þessu veðri,“ segir Árni og glottir við tönn. Allar leiðir út frá Selfossi voru lokaðar meira og minna í dag og verða væntanlega líka á morgun miðað við veðurspá og gular viðvaranir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölnir Grétarsson var á vaktinni á Eyrarbakkaveg og lokaði þar veginum fyrir hönd Vegagerðarinnar. „Það er bara allt stopp, fullt af bílum fastir hér og þar og teppa alla vegi,“ segir Fjölnir. Er fólk eitthvað á ferðinni eða er það heima undir sæng? „Já, það er alltaf einhver, sem þarf að komast en það er bara ekkert ferðaveður, fólk á bara að vera undir sæng eins og þú segir,“ segir Fjölnir enn fremur. Fjölnir Grétarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar var á lokunarpósti á Eyrarbakkavegi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Lögreglan Björgunarsveitir Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það var meira en nóg að gera hér hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í dag enda allir póstar meira og minna lokaðir enda var veður mjög slæmt og er enn. Björgunarsveitir, Vegagerðin og lögreglan sáu um lokanir á vegum. Það voru helst ferðamenn, sem voru á ferðinni og voru að biðja um aðstoð hjá lögreglunni. „Það hefur verið allt lokað frá Selfossi þannig að við höldum okkur bara hér á svæðinu þangað til að eitthvað annað breytist. Mestur þunginn hefur verið á björgunarsveitunum en við reynum þó að aðstoða þá eitthvað,“ segir Árni, lögreglumaður á Selfossi. Hvað hvetur þú fólk til að gera núna heima? „Er ekki bara að halda sér heima og hafa það kósí. Fara undir sæng og knúsast, er það bara ekki upplagt,“ bætir Árni hlægjandi við. Er gaman að standa í þessu? „Já á meðan konan leyfir manni ekki að kaupa sér jeppa þá er fínt að vera á stóra lögreglujeppanum í þessu veðri,“ segir Árni og glottir við tönn. Allar leiðir út frá Selfossi voru lokaðar meira og minna í dag og verða væntanlega líka á morgun miðað við veðurspá og gular viðvaranir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölnir Grétarsson var á vaktinni á Eyrarbakkaveg og lokaði þar veginum fyrir hönd Vegagerðarinnar. „Það er bara allt stopp, fullt af bílum fastir hér og þar og teppa alla vegi,“ segir Fjölnir. Er fólk eitthvað á ferðinni eða er það heima undir sæng? „Já, það er alltaf einhver, sem þarf að komast en það er bara ekkert ferðaveður, fólk á bara að vera undir sæng eins og þú segir,“ segir Fjölnir enn fremur. Fjölnir Grétarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar var á lokunarpósti á Eyrarbakkavegi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Lögreglan Björgunarsveitir Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira