„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2022 21:15 Daníel Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra ræðir við viðstadda á skrifstofu félaganna í dag. Gunnlaugur Ingvarsson sem fréttastofa ræddi einnig við situr lengst til hægri á mynd. Vísir/egill Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. Frumvarpinu er í grunninn ætlað að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnumdar verði takmarkanir á fjölda starfsleyfa. Hagsmunasamtök leigubílstjóra hafa mótmælt frumvarpinu harðlega, þeir vísa meðal annars til þess að breytingarnar kyndi undir ofbeldi gegn leigubílstjórum og skili almenningi verri þjónustu. Það hefur ríkt hálfgert ófremdarástand í leigubílamálum á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Löng bið eftir bíl virðist normið og dagurinn í dag var sérstaklega þungur hjá Hreyfli. 150 bílar voru úti á götum borgarinnar frá fyrirtækinu á þriðja tímanum en eru venjulega um 200. En það er erfið færð sem skýrir þann vanda, ekki verkfall bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hreyfils, í það minnsta. Ofbýður framkoman Daníel Einarsson formaður Bandalags íslenskra leigubílstjóra, félags sem telur um 400 félagsmenn, segir að hundruð hafi lagt niður störf í dag, þar af einhverjir hjá Hreyfli. Það er búið að samþykkja frumvarpið, það var gert á föstudag. Hverju eruð þið að reyna að ná fram með þessum mótmælum núna? „Við reyndum að ná tali af ríkisstjórninni með ákalli af því að þetta gerðist svo hratt. Þessu var flýtt í gegnum þing án þess að gefa okkur færi á að andmæla fyrstu umræðu,“ segir Daníel við fréttastofu á skrifstofu félagsins í dag, þar sem nokkrir leigubílstjórar í verkfalli komu saman í dag. Boðið var upp á kaffi og kleinur og mönnum var heitt í hamsi. „Ég er bara að sýna samstöðu með félagsmönnum,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri. „Þetta er ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað. En okkur er svo ofboðið hvernig hefur verið komið fram við okkur. Hvernig stjórnvöld hafa hreinlega valtað yfir okkur eins og formaðurinn okkar hefur lýst.“ Leigubílar Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Frumvarpinu er í grunninn ætlað að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnumdar verði takmarkanir á fjölda starfsleyfa. Hagsmunasamtök leigubílstjóra hafa mótmælt frumvarpinu harðlega, þeir vísa meðal annars til þess að breytingarnar kyndi undir ofbeldi gegn leigubílstjórum og skili almenningi verri þjónustu. Það hefur ríkt hálfgert ófremdarástand í leigubílamálum á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Löng bið eftir bíl virðist normið og dagurinn í dag var sérstaklega þungur hjá Hreyfli. 150 bílar voru úti á götum borgarinnar frá fyrirtækinu á þriðja tímanum en eru venjulega um 200. En það er erfið færð sem skýrir þann vanda, ekki verkfall bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hreyfils, í það minnsta. Ofbýður framkoman Daníel Einarsson formaður Bandalags íslenskra leigubílstjóra, félags sem telur um 400 félagsmenn, segir að hundruð hafi lagt niður störf í dag, þar af einhverjir hjá Hreyfli. Það er búið að samþykkja frumvarpið, það var gert á föstudag. Hverju eruð þið að reyna að ná fram með þessum mótmælum núna? „Við reyndum að ná tali af ríkisstjórninni með ákalli af því að þetta gerðist svo hratt. Þessu var flýtt í gegnum þing án þess að gefa okkur færi á að andmæla fyrstu umræðu,“ segir Daníel við fréttastofu á skrifstofu félagsins í dag, þar sem nokkrir leigubílstjórar í verkfalli komu saman í dag. Boðið var upp á kaffi og kleinur og mönnum var heitt í hamsi. „Ég er bara að sýna samstöðu með félagsmönnum,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri. „Þetta er ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað. En okkur er svo ofboðið hvernig hefur verið komið fram við okkur. Hvernig stjórnvöld hafa hreinlega valtað yfir okkur eins og formaðurinn okkar hefur lýst.“
Leigubílar Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36
Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43