Fótbolti

Fimm­faldur Messi fagnar á risa­aug­lýsinga­skilti í Dúbaí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi myndar eiginkonu sína Antonela Roccuzzo með heimsbikarinn umkringdur sonum sínum þremur.
Lionel Messi myndar eiginkonu sína Antonela Roccuzzo með heimsbikarinn umkringdur sonum sínum þremur. AP/Francisco Seco

Lionel Messi er maðurinn í dag eftir langþráðan heimsmeistaratitilinn hans um helgina.

Víða um heim hafa menn fagnað því að Messi náði loksins á loka hringnum og vinna allt sem fótboltamaður gat unnið.

Eitt af flottustu leiðunum sem voru farnar til að halda upp á sigur Messi og félaga í argentínska landsliðinu er auglýsingaskilti hjá íþróttavöruframleiðandanum Adidas sem er samningsbundinn argentínska landsliðinu.

Adidas lét útbúa risa auglýsingaskilti í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en það er líklega hátt í þrjátíu metra hátt.

Það má sjá fimm útgáfur af Messi, eina frá hverju heimsmeistaramóti, fagna heimsmeistaratitlinum.

Það er Messi frá 2006 sem heldur á bikarnum en Messi frá 2022 heldur honum uppi.

Messi frá 2010, Messi frá 2014 og Messi frá 2018 fagna með þeim.

Messi lék sinn 26. leik á HM í úrslitaleiknum og enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki á heimsmeistaramóti. Hann skoraði mark númer 12 og 13. Hann er nú sá fjórði markahæsti í sögu HM með jafnmörg mörk og Frakkinn Just Fontaine.

Það eru bara Miroslav Klose (16 mörk), Ronaldo (15) og Gerd Müller (14) sem hafa skorað fleiri mörk á HM.

Messi var líka kosinn sá besti á öðru heimsmeistaramótinu sem enginn annar leikmaður hefur náð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×