Getum búið okkur til alls konar frí allt árið 2023 Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. desember 2022 07:00 Það er hægt að gera alls konar hluti í heimafríum sem ekki kosta mikið. Hér má til dæmis sjá feðgin með gúrkumaska. Hvernig væri það nú? Að búa til góðan dekurdag þar sem alls kyns er prófað og gert? Vísir/Getty Atvinnulífið hefur áður fjallað um mikilvægi þess að kúpla sig frá vinnu þegar við erum í fríi. Í dag ætlum við hins vegar að rýna aðeins í mismunandi frí sem við getum sett okkur sem markmið að upplifa oftar frá og með árinu 2023. Sem lið í því að efla andlega vellíðan og heilsu. Því flest þekkjum við það að við gleymum því sjaldnast að hlaða símann okkar. En erum á sama tíma gjörn á að gleyma að hlaða okkar eigin batterí. Fyrir árið 2023 er því um að gera að setja sér markmið um að ná meiri hvíld eða meiri gleði út úr fríum þótt þau séu ekki löng. Því það að geta kúplað sig frá vinnu, áreiti eða álagi gerir okkur alltaf svo gott. Tvær tegundir af fríum eru að njóta vaxandi vinsælda. Annars vegar er það frí sem kallast Heimafrí, á ensku Staycation. Hins vegar frí sem kallast Leikjafrí, eða á ensku Playcation. Báðar tegundir ganga út á að endurhlaða batteríin okkar, sem um leið spornar gegn líkum á kulnun, kvíða eða annarri vanlíðan. Heimafrí hljóma sem mjög einföld frí. En til þess að þau takist, þarf maður samt að vera mjög meðvitaður um að njóta þess til hins ýtrasta. Þess vegna er mælt með því að í heimafríum sé síminn settur á Silent. Heimafrí gengur nefnilega út á algjöra hvíld og afslöppun. Við meðvitað tökum ákvörðun um að vera ekki að þrífa, þvo þvott, stússast, taka til í bílskúrnum eða kíkja í tölvupóstinn. Heimafrí er sambærileg hvíld og við upplifum til dæmis þegar við förum í sumarbústað. Þar sem við náum að kúpla okkur frá vinnu, borðum góðan mat, lesum góða bók, kveikjum á kertum og höfum það kósí. Allt amstur hverfur úr huga okkar og við mætum endurnærð til vinnu aftur á mánudeginum. Þegar við tökum heimafrí er markmiðið að ná þessu sama andrúmslofti. Nema heima fyrir. Leikjafrí eru aðeins öðruvísi. Því í stað þess að fókusera á hvíld og afslöppun tökum við meðvitaða ákvörðun um að hlaða batteríin okkar með gleði og gaman. Að taka langan laugardag í einhverri óvissuferð eða með því að gera eitthvað mjög skemmtilegt er tilvalið sem Leikjafrí. Alveg eins og gildir með heimafríin takast þessi frí þó best ef við erum svolítið meðvituð um að við séum að taka frá tíma fyrir þau með það að markmiði að njóta þeirra til fulls. Barnafjölskyldur geta búið til dagskrá með krökkunum þar sem eitthvað óvenjulegt og öðruvísi er gert frá morgni til kvölds. Hlátur og gaman er hér útgangspunkturinn og það þarf ekkert endilega að búa til leikjafrí sem eru dýr. Tilvalið í Leikjafríum er til dæmis að spila eða að fjölskyldumeðlimir sjái fyrir einhverri sýningu eða skemmtun sem búið er að æfa og undirbúa. Það sem sumarfrí, heimafrí og leikjafrí eiga hins vegar sameiginlegt er að þetta eru frí til að skipuleggja í samvinnu við maka og fjölskyldu. Hvort heldur sem er frí í einn góðan dag, eitt kvöld eða helgi. Hverjir þurfa á þessu að halda? Við þurfum öll að vera meðvituð um að hlaða batteríin okkar jafn reglulega og markvisst og símann okkar. En fyrir þann hóp af fólki sem telur sumarfríið sitt vera nægilegt frí eða kvöld og helgar, er ágætt að benda á nokkrar vísbendingar um að mögulega þurfum við að þjálfa okkur í að hlaða batteríin okkar oftar og reglulega. Gott er að horfa á eftirfarandi atriði: Hvort matarvenjur eigi það til að vera óreglulegar eða óhollar Hvort við erum oft að hugsa um vinnuna Hvort okkur finnist stundum erfitt að einbeita okkur Hvort okkur finnist við stundum vera með of marga bolta á lofti Hvort við séum oftar veik eða slöpp miðað við það sem við erum vön Hvort svefnmynstrið okkar sé að breytast Hvort við finnum oftar fyrir orkuleysi eða þreytu Pirringur eða stuttur þráður Hvort okkur finnist okkur vanta hvatningu eða drifkraft Hvort við séum of sjaldan að gefa okkur tíma til að vera með fjölskyldu eða vinum Hvort við séum farin að drekka áfengi of oft eða of mikið Heilsa Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Að endurnæra hugann: Zuckerberg hætti að hlaupa Mark Zuckerberg, eigandi Meta sem á Facebook og fleiri samfélagsmiðla, æfir á morgnana áður en hann mætir til vinnu. Í viðtölum hefur hann sagt að morgnarnir séu sá tími sem henti honum best. 29. ágúst 2022 07:00 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Því flest þekkjum við það að við gleymum því sjaldnast að hlaða símann okkar. En erum á sama tíma gjörn á að gleyma að hlaða okkar eigin batterí. Fyrir árið 2023 er því um að gera að setja sér markmið um að ná meiri hvíld eða meiri gleði út úr fríum þótt þau séu ekki löng. Því það að geta kúplað sig frá vinnu, áreiti eða álagi gerir okkur alltaf svo gott. Tvær tegundir af fríum eru að njóta vaxandi vinsælda. Annars vegar er það frí sem kallast Heimafrí, á ensku Staycation. Hins vegar frí sem kallast Leikjafrí, eða á ensku Playcation. Báðar tegundir ganga út á að endurhlaða batteríin okkar, sem um leið spornar gegn líkum á kulnun, kvíða eða annarri vanlíðan. Heimafrí hljóma sem mjög einföld frí. En til þess að þau takist, þarf maður samt að vera mjög meðvitaður um að njóta þess til hins ýtrasta. Þess vegna er mælt með því að í heimafríum sé síminn settur á Silent. Heimafrí gengur nefnilega út á algjöra hvíld og afslöppun. Við meðvitað tökum ákvörðun um að vera ekki að þrífa, þvo þvott, stússast, taka til í bílskúrnum eða kíkja í tölvupóstinn. Heimafrí er sambærileg hvíld og við upplifum til dæmis þegar við förum í sumarbústað. Þar sem við náum að kúpla okkur frá vinnu, borðum góðan mat, lesum góða bók, kveikjum á kertum og höfum það kósí. Allt amstur hverfur úr huga okkar og við mætum endurnærð til vinnu aftur á mánudeginum. Þegar við tökum heimafrí er markmiðið að ná þessu sama andrúmslofti. Nema heima fyrir. Leikjafrí eru aðeins öðruvísi. Því í stað þess að fókusera á hvíld og afslöppun tökum við meðvitaða ákvörðun um að hlaða batteríin okkar með gleði og gaman. Að taka langan laugardag í einhverri óvissuferð eða með því að gera eitthvað mjög skemmtilegt er tilvalið sem Leikjafrí. Alveg eins og gildir með heimafríin takast þessi frí þó best ef við erum svolítið meðvituð um að við séum að taka frá tíma fyrir þau með það að markmiði að njóta þeirra til fulls. Barnafjölskyldur geta búið til dagskrá með krökkunum þar sem eitthvað óvenjulegt og öðruvísi er gert frá morgni til kvölds. Hlátur og gaman er hér útgangspunkturinn og það þarf ekkert endilega að búa til leikjafrí sem eru dýr. Tilvalið í Leikjafríum er til dæmis að spila eða að fjölskyldumeðlimir sjái fyrir einhverri sýningu eða skemmtun sem búið er að æfa og undirbúa. Það sem sumarfrí, heimafrí og leikjafrí eiga hins vegar sameiginlegt er að þetta eru frí til að skipuleggja í samvinnu við maka og fjölskyldu. Hvort heldur sem er frí í einn góðan dag, eitt kvöld eða helgi. Hverjir þurfa á þessu að halda? Við þurfum öll að vera meðvituð um að hlaða batteríin okkar jafn reglulega og markvisst og símann okkar. En fyrir þann hóp af fólki sem telur sumarfríið sitt vera nægilegt frí eða kvöld og helgar, er ágætt að benda á nokkrar vísbendingar um að mögulega þurfum við að þjálfa okkur í að hlaða batteríin okkar oftar og reglulega. Gott er að horfa á eftirfarandi atriði: Hvort matarvenjur eigi það til að vera óreglulegar eða óhollar Hvort við erum oft að hugsa um vinnuna Hvort okkur finnist stundum erfitt að einbeita okkur Hvort okkur finnist við stundum vera með of marga bolta á lofti Hvort við séum oftar veik eða slöpp miðað við það sem við erum vön Hvort svefnmynstrið okkar sé að breytast Hvort við finnum oftar fyrir orkuleysi eða þreytu Pirringur eða stuttur þráður Hvort okkur finnist okkur vanta hvatningu eða drifkraft Hvort við séum of sjaldan að gefa okkur tíma til að vera með fjölskyldu eða vinum Hvort við séum farin að drekka áfengi of oft eða of mikið
Heilsa Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Að endurnæra hugann: Zuckerberg hætti að hlaupa Mark Zuckerberg, eigandi Meta sem á Facebook og fleiri samfélagsmiðla, æfir á morgnana áður en hann mætir til vinnu. Í viðtölum hefur hann sagt að morgnarnir séu sá tími sem henti honum best. 29. ágúst 2022 07:00 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26
Að endurnæra hugann: Zuckerberg hætti að hlaupa Mark Zuckerberg, eigandi Meta sem á Facebook og fleiri samfélagsmiðla, æfir á morgnana áður en hann mætir til vinnu. Í viðtölum hefur hann sagt að morgnarnir séu sá tími sem henti honum best. 29. ágúst 2022 07:00
Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00