Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Aðventutregi
„Þegar Guðrún samþykkti að vera gestur hjá okkur fórum við að velta fyrir okkur hvað hún ætti að syngja. Það var gefið að hún myndi taka „Jólin eru okkar“, en við vildum endilega bæta við öðru lagi með henni,“ segir Bragi Valdimar. Það varð úr að hann samdi þetta lag fyrir hana.
„Sem hún sem betur fer samþykkti að syngja! Þetta er með dálítið melankólískum texta um skammdegið og smá aðventutrega. Einhvern veginn er myrran einmitt táknið um það, aukapakkinn til jesúbarnsins, sem fær kannski ekki mestu athyglina hjá viðtakandanum. Guðrún gerir þetta auðvitað snilldarvel og ekki skemmir sópransaxinn hjá Óskari Guðjóns fyrir.“

Fremur fúl í desember
Hér má finna textann við lagið Myrra, fyrir þau sem elska að syngja með.
Þau koma bara einu sinni á ári. Ótrúlega vinsæl, miðað við.
Með öllu sínu óhófi og fári — um allan heim. Ég held samt alveg helling upp á þau — og heilmikið með þeim.
Þau flæða yfir menn og málleysingja, mátulega passív–agressíf.
Þegar trítilóðar kirkjubjöllur hringja — heims um ból þá er endanlega óumflýjanlegt það eru… jól — enn á ný.
Ég hefði nú reyndar mátt búast við því. Jól — eins og í fyrra.
Veröldin er reykelsi og gull. En ég er myrra. Ég hefði átt að elska þig í júlí í öllu falli meðan það var bjart.
En í staðinn er ég hér — fremur fúl í desember. Og horfi upp á hamingjusöm flón sem halda…. jól — enn á ný.
Ég hefði nú getað gert ráð fyrir því. Jól — eins og í fyrra. Veröldin er reykelsi og gull. En ég er myrra. Veröldin er reykelsi og gull. En ég er myrra.

Lag og texti: Bragi Valdimar Skúlason. GDRN, söngur. Guðmundur Pálsson, söngur. Sigurður Guðmundsson, raddir. Kristinn Snær Agnarsson, trommur. Helgi Svavar Helgason, slagverk. Guðmundur Pétursson, gítar. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi. Chris Carmichael, strengir. Óskar Guðjónsson, saxófónn. Tómas Jónsson, píanó og orgel.
Tekið upp í Háskólabíói í desember 2022. Hljóðupptökur: Friðjón Jónsson. Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Friðjón Jónsson og Guðmundur Kristinn Jónsson. Stjórn hljóðupptöku: Guðmundur Kristinn Jónsson. Stjórn myndupptöku: Helgi Jóhannesson. Klipping og litgreining: Guðmundur Kristinn Jónsson. Myndataka: Hlynur Hólm Hauksson, Sturla Holm Skúlason, Jón Víðir Hauksson, Gísli Berg, Vilhjálmur Siggeirsson