Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2022 16:19 Svo virðist sem George Santos hafi sagt ósatt um reynslu sína og rekstur dýraskýlis, svo eitthvað sé nefnt. EPA/CAROLINE BREHMAN George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. Í grein New York Times segir að kjörorð Santos í kosningabaráttunni hefðu verið að hann væri holdgervingur bandaríska draumsins og vildi varðveita hann fyrir aðra. Santos er 34 ára sonur innflytjenda frá Brasilíu og var einn af fyrstu samkynhneigðu mönnunum til að tryggja sér þingsæti fyrir Repúblikanaflokkinn. Santos hélt því fram að hann hefði útskrifast úr virtum háskóla í New York og hefði í kjölfarið starfað hjá stórum fjárfestafélögum á Wall Street. Þingmaðurinn verðandi hélt því einnig fram að hann ræki dýraskýli sem bjargað hefði rúmlega 2.500 hundum og köttum. Blaðamenn miðilsins rýndu þó nánar í ferilskrá Santos og komust að því að hann virðist hafa sagt ósatt um ýmsa hluta hennar. Frá forsvarsmönnum Citigroup og Goldman Sachs, sem eru meðal stærstu fyrirtækja á Wall Street, fengust þær upplýsingar að Santos hefði aldrei unnið þar, eins og hann hefur haldið fram. Sambærilega sögu var að heyra frá forsvarsmönnum Baruch háskólans. Þar finnast engin gögn um að Santos hafi útskrifast árið 2010, eins og hann heldur fram. Auk þess eru engin opinber gögn til um að Santos hafi rekið dýraskýli og ekkert góðgerðafélag er skráð með nafninu Friends of Pets United, sem Santos hefur notað. Opinber gögn í bæði Bandaríkjunum og í Brasilíu benda til þess að Santos sé auðugur. Hann lánaði eigin kosningasjóði rúma sjö hundruð þúsund dali og gaf þúsundi dala til góðgerðasamtaka á undanförnum árum. Þá tilkynnti hann skattinum að laun hans hefðu verið 750 þúsund dalir á síðasta ári og fjármagnstekjur hans hefðu verið rúm milljón dala. Santos hefur talað um að fjölskylda hans eigi mikinn auð í fasteignum en blaðamenn NYT hafa ekki fundið neinar eignir skráðar í eigu hans. Stal í Brasilíu þegar hann átti að vera í háskóla Á þeim tíma sem hann átti að vera í háskóla í New York segja dómsskjöl í Brasilíu að hann hafi stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Móðir Santos var hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn. Santos játaði þjófnaðinn og að hafa notað ávísanaheftið til að kaupa sér hluti eins og skó. Hann mætti þó aldrei fyrir dómara og málið telst óupplýst. Þetta var á árunum 2008 til 2010. Opinber gögn og viðtöl sýna að Santos virtist eiga í fjárhagsörðugleikum um frá 2015 til minnst 2017. Þá var honum vísað úr minnst tveimur íbúðum í New York, þar sem hann hafði ekki greitt leigu. Árið 2021 var Santos þó farinn að tjá sig opinberlega um húsnæðismál og þá frá sjónarhóli leigusala. Þá sagði Santos á samfélagsmiðlum að hann væri leigusali og að sóttvarnaraðgerðir hefðu komið niður á honum og fjölskyldu hans. Þau hefðu ekki fengið greidda leigu á þrettán eignum þeirra og sagði hann að leigjendur væru að nýta sér það að bannað væri að vísa fólki út á þessum tíma. Santos reyndi fyrst að komast á þing árið 2019 en þá vann hann hjá fyrirtæki sem kallaðist LinkBridge Investors, sem á að hafa komið fjárfestum í tengsl við fjárfestingarsjóði. Í maí 2020 sagðist Santos hafa 55 þúsund dali í tekjur á ári. Hann hætti að vinna hjá LinkBridge og fór þess í stað að vinna hjá fjárfestingarfyrirtæki frá Flórída, sem kallaðist Harbor City. Eigandi þess var þó ákærður fyrir fjársvik og starfsmenn fyrirtækisins stofnuðu fyrirtæki sem kallaðist Red Strategies USA. Það var að hluta í eigu annars félags sem kallast Devolder Organization. Þar sagðist Santos hafa verið með 750 þúsund dali í laun á ári. Repúblikanar þöglir og mikið í húfi Þingmaðurinn verðandi neitað að svara fyrirspurnum New York Times. Lögmaður hans sendi miðlinum yfirlýsingu þar sem hann sakaði miðilinn um að reyna að sverta mannorð skjólstæðings síns með fölskum og ærumeiðandi fullyrðingum. Santos hefur deilt þeirri yfirlýsingu á Twitter. pic.twitter.com/mn181XbqRR— George Santos (@Santos4Congress) December 19, 2022 Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni og í New York hafa forðast það að svara spurningum um Santos og hann sjálfur hefur gert það sama. Einn Repúblikani í New York hefur þó gefið út að Santos eigi að tjá sig um málið og hreinsa nafn sitt. Santos lýsti því einnig yfir í gærkvöldi að hann stæði við bakið á Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, en hann vinnur hörðum höndum að því að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. Fjar-hægri þingmenn í flokki hans eru andvígir honum. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks McCarthy hefur ekkert tjáð sig um mál Santos og hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla, samkvæmt New York Times. Demókratar vilja rannsókn Demókratar hafa aftur á móti ekki verið feimnir við að tjá sig. Eric Swalwell hefur velt vöngum yfir því hvort McCarthy hafi lofað því að grípa ekki til aðgerða gegn Santos í skiptum fyrir atkvæði hans. Þá hefur Hakeem Jeffries, sem leiða mun þingflokk Demókrataflokksins á komandi kjörtímabili og er einnig frá New York, sagt að Santos sé óhæfur til þingsetu. Demókratar hafa þó ekki lagt til neinar aðgerðir gegn Santos enn, aðrar en að málið verði rannsakað frekar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Í grein New York Times segir að kjörorð Santos í kosningabaráttunni hefðu verið að hann væri holdgervingur bandaríska draumsins og vildi varðveita hann fyrir aðra. Santos er 34 ára sonur innflytjenda frá Brasilíu og var einn af fyrstu samkynhneigðu mönnunum til að tryggja sér þingsæti fyrir Repúblikanaflokkinn. Santos hélt því fram að hann hefði útskrifast úr virtum háskóla í New York og hefði í kjölfarið starfað hjá stórum fjárfestafélögum á Wall Street. Þingmaðurinn verðandi hélt því einnig fram að hann ræki dýraskýli sem bjargað hefði rúmlega 2.500 hundum og köttum. Blaðamenn miðilsins rýndu þó nánar í ferilskrá Santos og komust að því að hann virðist hafa sagt ósatt um ýmsa hluta hennar. Frá forsvarsmönnum Citigroup og Goldman Sachs, sem eru meðal stærstu fyrirtækja á Wall Street, fengust þær upplýsingar að Santos hefði aldrei unnið þar, eins og hann hefur haldið fram. Sambærilega sögu var að heyra frá forsvarsmönnum Baruch háskólans. Þar finnast engin gögn um að Santos hafi útskrifast árið 2010, eins og hann heldur fram. Auk þess eru engin opinber gögn til um að Santos hafi rekið dýraskýli og ekkert góðgerðafélag er skráð með nafninu Friends of Pets United, sem Santos hefur notað. Opinber gögn í bæði Bandaríkjunum og í Brasilíu benda til þess að Santos sé auðugur. Hann lánaði eigin kosningasjóði rúma sjö hundruð þúsund dali og gaf þúsundi dala til góðgerðasamtaka á undanförnum árum. Þá tilkynnti hann skattinum að laun hans hefðu verið 750 þúsund dalir á síðasta ári og fjármagnstekjur hans hefðu verið rúm milljón dala. Santos hefur talað um að fjölskylda hans eigi mikinn auð í fasteignum en blaðamenn NYT hafa ekki fundið neinar eignir skráðar í eigu hans. Stal í Brasilíu þegar hann átti að vera í háskóla Á þeim tíma sem hann átti að vera í háskóla í New York segja dómsskjöl í Brasilíu að hann hafi stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Móðir Santos var hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn. Santos játaði þjófnaðinn og að hafa notað ávísanaheftið til að kaupa sér hluti eins og skó. Hann mætti þó aldrei fyrir dómara og málið telst óupplýst. Þetta var á árunum 2008 til 2010. Opinber gögn og viðtöl sýna að Santos virtist eiga í fjárhagsörðugleikum um frá 2015 til minnst 2017. Þá var honum vísað úr minnst tveimur íbúðum í New York, þar sem hann hafði ekki greitt leigu. Árið 2021 var Santos þó farinn að tjá sig opinberlega um húsnæðismál og þá frá sjónarhóli leigusala. Þá sagði Santos á samfélagsmiðlum að hann væri leigusali og að sóttvarnaraðgerðir hefðu komið niður á honum og fjölskyldu hans. Þau hefðu ekki fengið greidda leigu á þrettán eignum þeirra og sagði hann að leigjendur væru að nýta sér það að bannað væri að vísa fólki út á þessum tíma. Santos reyndi fyrst að komast á þing árið 2019 en þá vann hann hjá fyrirtæki sem kallaðist LinkBridge Investors, sem á að hafa komið fjárfestum í tengsl við fjárfestingarsjóði. Í maí 2020 sagðist Santos hafa 55 þúsund dali í tekjur á ári. Hann hætti að vinna hjá LinkBridge og fór þess í stað að vinna hjá fjárfestingarfyrirtæki frá Flórída, sem kallaðist Harbor City. Eigandi þess var þó ákærður fyrir fjársvik og starfsmenn fyrirtækisins stofnuðu fyrirtæki sem kallaðist Red Strategies USA. Það var að hluta í eigu annars félags sem kallast Devolder Organization. Þar sagðist Santos hafa verið með 750 þúsund dali í laun á ári. Repúblikanar þöglir og mikið í húfi Þingmaðurinn verðandi neitað að svara fyrirspurnum New York Times. Lögmaður hans sendi miðlinum yfirlýsingu þar sem hann sakaði miðilinn um að reyna að sverta mannorð skjólstæðings síns með fölskum og ærumeiðandi fullyrðingum. Santos hefur deilt þeirri yfirlýsingu á Twitter. pic.twitter.com/mn181XbqRR— George Santos (@Santos4Congress) December 19, 2022 Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni og í New York hafa forðast það að svara spurningum um Santos og hann sjálfur hefur gert það sama. Einn Repúblikani í New York hefur þó gefið út að Santos eigi að tjá sig um málið og hreinsa nafn sitt. Santos lýsti því einnig yfir í gærkvöldi að hann stæði við bakið á Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, en hann vinnur hörðum höndum að því að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. Fjar-hægri þingmenn í flokki hans eru andvígir honum. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks McCarthy hefur ekkert tjáð sig um mál Santos og hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla, samkvæmt New York Times. Demókratar vilja rannsókn Demókratar hafa aftur á móti ekki verið feimnir við að tjá sig. Eric Swalwell hefur velt vöngum yfir því hvort McCarthy hafi lofað því að grípa ekki til aðgerða gegn Santos í skiptum fyrir atkvæði hans. Þá hefur Hakeem Jeffries, sem leiða mun þingflokk Demókrataflokksins á komandi kjörtímabili og er einnig frá New York, sagt að Santos sé óhæfur til þingsetu. Demókratar hafa þó ekki lagt til neinar aðgerðir gegn Santos enn, aðrar en að málið verði rannsakað frekar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira