Tók við fúkyrðum frá brjáluðum manni með keðjusög Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 23:49 Hann var algjörlega uppgefinn við heimkomu, Tómas Logi Hallgrímsson, eftir hetjulega björgunarstarfsemi ásamt um 600 björgunarsveitarmönnum um allt land. Facebook Björgunarsveitarmanninum Tómasi Loga Hallgrímssyni óraði ekki fyrir hvernig næstu sólarhringar yrðu þegar hann var kallaður út á laugardagsmorgun. Tvö þúsund aðstoðarbeiðnir, lokanir, fúkyrði frá manni með keðjusög og ákeyrsla tóku við en hann er loksins kominn heim. „Ég ligg bara hérna uppi í sófa eins og skata,“ segir Tómas þegar fréttamaður sló á þráðinn til hans og bætti við að bjórinn hafi verið kærkominn í sófanum. Fyrr um kvöldið skrifaði Tómas Logi færslu á Facebook sem vakti mikla lukku hjá þakklátum landsmönnum. Í færslunni segir Tómas frá raunum hans um helgina í baráttu við óveðrið. „Fólk þarf aðeins að setja sig inn í okkar aðstæður áður en það fer að fussa og sveia yfir okkur,“ segir Tómas og vísar til frásagnar hans af fólki sem hundsar tilmæli björgunarsveitarstarfsmanna, hreytir í þá fúkyrðum jafnvel og sýnir almennt vanþakklæti. Í færslunni segir Tómas frá manni sem hafi hellt sér yfir björgunarsveitarfólk með vélsög í hendi. „Það hljómar kannski verr en það var. Þá hafði maðurinn verið að nota keðjusög til að saga snjóruðning í sundur í bita til að ná ruðningnum í burtu. Hann var brjálaður að þurfa að skilja bílinn eftir og koma aftur að sækja hann og kenndi okkur um,“ segir Tómas. Hann bætir við að nýafstaðin vinnuhelgi hafi aðeins sett jólaplön úr skorðum, það horfi hins vegar til betri vegar með batnandi veðri. Færsla Tómasar í heild sinni: Það var þreyttur kall sem kom heim til sín áðan eftir að hafa eytt yfir 50 klukkustundum (sem er næstum því ein og hálf vinnuvika) síðan á laugardag í að draga bíla, moka upp bíla, moka fólk út úr húsum, bjarga fólki inn úr óveðri, koma heilbreigðisstarfsfólki í og úr vinnu og ótal margt annað. Þetta er ein stærsta, ef ekki sú stærsta aðgerð sem ég hef tekið þátt í á ferli mínum sem björgunarsveitamaður og nutum við í Björgunarsveitin Suðurnes aðstoðar frá sveitum í kring og allt uppí Borgarfjörð. En nú er þessari næstum þriggja og hálfs sólahringa aðgerð lokið. Ég hef sinnt starfi björgunarsveitarmanns síðan ég var 18 ára. Þetta starf sem er í almannaþágu, er ólaunað sjálfboðaliðastarf og borga ég meira að segja töluvert með mér til þess að geta orðið að liði þegar náunginn þarfnast hjálpar. Þegar ég fékk útkall kl 10:46 á Laugardagsmorgun vegna fólks í vanda vegna ófærðar, óraði mig ekki fyrir því að næstu daga myndu; Allar leiðir inní hverfið lokast, og gatan mín yrði ófær venjulegum bílum í fjóra daga Yfir tvö þúsund aðstoðarbeiðnir berast næstu sólahringa Mörg hundruð ökumenn hundsa tilmæli um að vera ekki á ferðinni, Hluti þessara ökumanna gera allt öfugt við fyrirmæli mín og gera verkefnin mun mun erfiðari, Og einnig að ég þyrfti að vaða klofhæða háa snjóskafla Fá yfir mig drullu og vanþakklæti frá fólki Verða fyrir bíl uppá Reykjanesbraut Taka við fúkyrðum frá brjáluðum manni með keðjusög (já þú last rétt) Fá skammir frá fólki sem óð inná ófæra vegi fyrir að vera lengi að koma og losa það. Ekki var tiltækur mannskapur til að leysa af mannskapinn því að allsstaðar í nágrenninu var björgunarsveitafólk í sömu stöðu. Mest allan tíman komst ég sjálfur ekki heim vegna ófærðar (nema til að sofa) og allt sem ég ætlaði að gera með fjölskylduni var aldrei gert. En mikið var það nú gefandi þegar sumir skjólstæðingarnir sýndu þakklæti, brostu til mín, sögðu takk… En þessi litla setning í lokin er ástæðan fyrir því að ég er björgunarsveitarmaður. Björgunarsveitir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ég ligg bara hérna uppi í sófa eins og skata,“ segir Tómas þegar fréttamaður sló á þráðinn til hans og bætti við að bjórinn hafi verið kærkominn í sófanum. Fyrr um kvöldið skrifaði Tómas Logi færslu á Facebook sem vakti mikla lukku hjá þakklátum landsmönnum. Í færslunni segir Tómas frá raunum hans um helgina í baráttu við óveðrið. „Fólk þarf aðeins að setja sig inn í okkar aðstæður áður en það fer að fussa og sveia yfir okkur,“ segir Tómas og vísar til frásagnar hans af fólki sem hundsar tilmæli björgunarsveitarstarfsmanna, hreytir í þá fúkyrðum jafnvel og sýnir almennt vanþakklæti. Í færslunni segir Tómas frá manni sem hafi hellt sér yfir björgunarsveitarfólk með vélsög í hendi. „Það hljómar kannski verr en það var. Þá hafði maðurinn verið að nota keðjusög til að saga snjóruðning í sundur í bita til að ná ruðningnum í burtu. Hann var brjálaður að þurfa að skilja bílinn eftir og koma aftur að sækja hann og kenndi okkur um,“ segir Tómas. Hann bætir við að nýafstaðin vinnuhelgi hafi aðeins sett jólaplön úr skorðum, það horfi hins vegar til betri vegar með batnandi veðri. Færsla Tómasar í heild sinni: Það var þreyttur kall sem kom heim til sín áðan eftir að hafa eytt yfir 50 klukkustundum (sem er næstum því ein og hálf vinnuvika) síðan á laugardag í að draga bíla, moka upp bíla, moka fólk út úr húsum, bjarga fólki inn úr óveðri, koma heilbreigðisstarfsfólki í og úr vinnu og ótal margt annað. Þetta er ein stærsta, ef ekki sú stærsta aðgerð sem ég hef tekið þátt í á ferli mínum sem björgunarsveitamaður og nutum við í Björgunarsveitin Suðurnes aðstoðar frá sveitum í kring og allt uppí Borgarfjörð. En nú er þessari næstum þriggja og hálfs sólahringa aðgerð lokið. Ég hef sinnt starfi björgunarsveitarmanns síðan ég var 18 ára. Þetta starf sem er í almannaþágu, er ólaunað sjálfboðaliðastarf og borga ég meira að segja töluvert með mér til þess að geta orðið að liði þegar náunginn þarfnast hjálpar. Þegar ég fékk útkall kl 10:46 á Laugardagsmorgun vegna fólks í vanda vegna ófærðar, óraði mig ekki fyrir því að næstu daga myndu; Allar leiðir inní hverfið lokast, og gatan mín yrði ófær venjulegum bílum í fjóra daga Yfir tvö þúsund aðstoðarbeiðnir berast næstu sólahringa Mörg hundruð ökumenn hundsa tilmæli um að vera ekki á ferðinni, Hluti þessara ökumanna gera allt öfugt við fyrirmæli mín og gera verkefnin mun mun erfiðari, Og einnig að ég þyrfti að vaða klofhæða háa snjóskafla Fá yfir mig drullu og vanþakklæti frá fólki Verða fyrir bíl uppá Reykjanesbraut Taka við fúkyrðum frá brjáluðum manni með keðjusög (já þú last rétt) Fá skammir frá fólki sem óð inná ófæra vegi fyrir að vera lengi að koma og losa það. Ekki var tiltækur mannskapur til að leysa af mannskapinn því að allsstaðar í nágrenninu var björgunarsveitafólk í sömu stöðu. Mest allan tíman komst ég sjálfur ekki heim vegna ófærðar (nema til að sofa) og allt sem ég ætlaði að gera með fjölskylduni var aldrei gert. En mikið var það nú gefandi þegar sumir skjólstæðingarnir sýndu þakklæti, brostu til mín, sögðu takk… En þessi litla setning í lokin er ástæðan fyrir því að ég er björgunarsveitarmaður.
Það var þreyttur kall sem kom heim til sín áðan eftir að hafa eytt yfir 50 klukkustundum (sem er næstum því ein og hálf vinnuvika) síðan á laugardag í að draga bíla, moka upp bíla, moka fólk út úr húsum, bjarga fólki inn úr óveðri, koma heilbreigðisstarfsfólki í og úr vinnu og ótal margt annað. Þetta er ein stærsta, ef ekki sú stærsta aðgerð sem ég hef tekið þátt í á ferli mínum sem björgunarsveitamaður og nutum við í Björgunarsveitin Suðurnes aðstoðar frá sveitum í kring og allt uppí Borgarfjörð. En nú er þessari næstum þriggja og hálfs sólahringa aðgerð lokið. Ég hef sinnt starfi björgunarsveitarmanns síðan ég var 18 ára. Þetta starf sem er í almannaþágu, er ólaunað sjálfboðaliðastarf og borga ég meira að segja töluvert með mér til þess að geta orðið að liði þegar náunginn þarfnast hjálpar. Þegar ég fékk útkall kl 10:46 á Laugardagsmorgun vegna fólks í vanda vegna ófærðar, óraði mig ekki fyrir því að næstu daga myndu; Allar leiðir inní hverfið lokast, og gatan mín yrði ófær venjulegum bílum í fjóra daga Yfir tvö þúsund aðstoðarbeiðnir berast næstu sólahringa Mörg hundruð ökumenn hundsa tilmæli um að vera ekki á ferðinni, Hluti þessara ökumanna gera allt öfugt við fyrirmæli mín og gera verkefnin mun mun erfiðari, Og einnig að ég þyrfti að vaða klofhæða háa snjóskafla Fá yfir mig drullu og vanþakklæti frá fólki Verða fyrir bíl uppá Reykjanesbraut Taka við fúkyrðum frá brjáluðum manni með keðjusög (já þú last rétt) Fá skammir frá fólki sem óð inná ófæra vegi fyrir að vera lengi að koma og losa það. Ekki var tiltækur mannskapur til að leysa af mannskapinn því að allsstaðar í nágrenninu var björgunarsveitafólk í sömu stöðu. Mest allan tíman komst ég sjálfur ekki heim vegna ófærðar (nema til að sofa) og allt sem ég ætlaði að gera með fjölskylduni var aldrei gert. En mikið var það nú gefandi þegar sumir skjólstæðingarnir sýndu þakklæti, brostu til mín, sögðu takk… En þessi litla setning í lokin er ástæðan fyrir því að ég er björgunarsveitarmaður.
Björgunarsveitir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira