„Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 11:22 Benedikt Þór Guðmundsson kemur að skipulagninu Vetrarsólstöðugöngu Píetasamtakanna sem fram fer í kvöld Í kvöld, 21. desember fer fram árleg Vetrarsólstöðuganga Píetasamtakanna. Aðstandendur og syrgjendur koma saman og minnast ástvina sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Gangan er tákræn að því leiti að dimmasti dagur ársins er í dag en á morgun fer að birta til. Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35