Kristjana segir frá atvikinu á Instagram síðu sinni. Þar segist hún veri sérstaklega hissa í ljósi þess að sími hennar hafi ekki einu sinni verið í hleðslu.
„Það var ekkert að þessari snúru áður en þetta gerðist. Reykskynjari inn í svefnherbergi næst á dagskrá,“ skrifar Kristjana en ef hún hefði ekki vaknað við lyktina hefði getað farið verr.
Atvikið undirskrikar mikilvægi þess að vera með reykskynjara í hverju rými, sérstaklega yfir hátíðirnar þegar ljós og kerti eru allsráðandi. Þá er þetta einnig góð áminning um að taka raftæki úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun.
