„Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2022 20:58 Unnið er að því að moka húsagötur en búist er við að því verði lokið annað kvöld. Vísir/Sigurjón Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“ Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03
Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31
„Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum