Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Aksel V. Johannesen náði samkomulagi í gærkvöldi við þau Høgna Hoydal, formann Þjóðveldis, og Ruth Vang, formann Framsóknar, um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar.

Samkvæmt frétt Kringvarps Færeyja er búist við að Jafnaðarflokkurinn fái annaðhvort þrjá eða fjóra ráðherra, Þjóðveldið þrjá og Framsókn tvo, þar á meðal embætti fjármálaráðherra.

Stefnt er að því að því að samstarfssáttmáli flokkanna verði kynntur á fréttamannafundi í Þórshöfn klukkan 8:45 í fyrramálið. Þingfundur á Lögþinginu hefur svo verið boðaður klukkan 10 þar sem kjósa á formann Lögþingsins og síðan nýjan lögmann Færeyja.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: