Segir víða hægt að spara meira Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2022 12:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Vísir/Egill Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Hann vonar að nýjar lausnir leiði til þess að í einhverjum mæli að ekki þurfi að ráða í stað þeirra sem hætta. Mjög víða megi gera betur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi frá því í sumar lagt áherslu á aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Eitthvað af þeim aðgerðum sem ráðist hafi verið í hjá hinu opinbera hafi gengið eftir en ljóst sé að enn þurfi að auka aðhaldið. Bjarni hefur óskað eftir því að stofnanir leiti enn frekari leiða til að hagræða hjá sér. „Þetta eru skilaboð til stofnananna sem fá þá fjárveitingarbréf um áramótin um umbótaverkefni og leiðir til að hagræða í ríkisrekstrinum. Það er viðvarandi verkefni. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að útgjaldaliður ríkissjóðs helst í hendur við launaþróun þar sem stór útgjaldaliður er bara laun. En það er mjög víða hægt að gera betur alveg eins og hjá sveitarfélögunum. Hann segir að í einhverjum tilvikum verði ekki ráðið í stöður þeirra sem hætta. „Við þurfum að leita allra leiða til að auka skilvirkni. Það þarf ekki endilega að þýða að fólki verði sagt upp. Það kannski verður til þess að það verði óþarfi að ráða í framtíðinni sem ella hefði orðið niðurstaðan. Það sem skiptir máli er að halda aftur af fjölgun eða útgjaldaaukningu þar sem að við einfaldlega getum gert betur með nýjum aðferðum. Tökum sem dæmi stafrænt Ísland. Það er hagræðingarverkefni í aðra röndina en fjárfesting í hina,“ segir Bjarni að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi frá því í sumar lagt áherslu á aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Eitthvað af þeim aðgerðum sem ráðist hafi verið í hjá hinu opinbera hafi gengið eftir en ljóst sé að enn þurfi að auka aðhaldið. Bjarni hefur óskað eftir því að stofnanir leiti enn frekari leiða til að hagræða hjá sér. „Þetta eru skilaboð til stofnananna sem fá þá fjárveitingarbréf um áramótin um umbótaverkefni og leiðir til að hagræða í ríkisrekstrinum. Það er viðvarandi verkefni. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að útgjaldaliður ríkissjóðs helst í hendur við launaþróun þar sem stór útgjaldaliður er bara laun. En það er mjög víða hægt að gera betur alveg eins og hjá sveitarfélögunum. Hann segir að í einhverjum tilvikum verði ekki ráðið í stöður þeirra sem hætta. „Við þurfum að leita allra leiða til að auka skilvirkni. Það þarf ekki endilega að þýða að fólki verði sagt upp. Það kannski verður til þess að það verði óþarfi að ráða í framtíðinni sem ella hefði orðið niðurstaðan. Það sem skiptir máli er að halda aftur af fjölgun eða útgjaldaaukningu þar sem að við einfaldlega getum gert betur með nýjum aðferðum. Tökum sem dæmi stafrænt Ísland. Það er hagræðingarverkefni í aðra röndina en fjárfesting í hina,“ segir Bjarni að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58