Innlent

Búið að moka úr skýlinu við Kefla­víkur­flug­völl

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mokað var úr skýlinu í dag.
Mokað var úr skýlinu í dag. Isavia

Búið er að ryðja skýli við Keflavíkurflugvöll sem farþegar nota til að ganga í átt að flugstöðinni frá langtímabílastæðum flugvallarins. Unnið er að því að klára að ryðja önnur svæði sem eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum. 

Í gær greindi Vísir frá því að skýlið væri enn fullt af snjó. Skýlið að ganga fjölmargir farþegar í gegnum á leið sinni til flugstöðvarinnar. 

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að búið sé að ryðja umrætt skýli, það var gert í dag. Unnið er að því að ryðja öll skýli og rými á svæðinu. 

„Þannig að önnur svæði sem kunna að vera undir snjó og eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum er ýmist nú þegar rudd eða þá á verkefnalista verktaka okkar sem hefur unnið mikið og öflug starf við þessa erfiðu færð síðustu daga,“ segir Guðjón. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×