Íbúðum í sölu fjölgar og færri seljast yfir ásettu verði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2022 06:42 Verðtryggðir vextir eru mögulega orðnir hagkvæmari en óverðtryggðir, segir HMS. Vísir/Vilhelm Íbúðum í sölu hefur fjölgað en þær eru nú 2.392 á landinu öllu en voru 2.145 í byrjun nóvember. Þar af eru 1.429 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur þeim fjölgað um 112. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Útgefnir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 382 talsins í október og hafa ekki verið færri frá 2013. „Samdrátturinn hefur þó verið enn hraðari í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins undanfarið en þar voru útgefnir samningar 96 í október og 92 í september en til samanburðar voru þeir 151 í ágúst,“ segir í skýrslu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 19,7% íbúða yfir ásettu verði í nóvember, samanborið við 24,3% í október en í apríl síðastliðnum seldust ríflega 65% íbúða yfir ásettu verði. „Áfram dregur úr tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs og er hún komin niður í 20,3% en fór mest í 25,5% í júlí. Ef miðað er við vísitölu paraðra viðskipta hefur hins vegar dregið mun hraðar úr íbúðaverðshækkunum og er 12 mánaða hækkun hennar komin niður í 13%,“ segir í skýrslunni. Þá segir að leiguverð hafi hækkað um 2% á milli mánaða í nóvember miðað við vísitölu leiguverðs. Tólf mánaða hækkun hennar mælist 9,4%, sem sé jafn mikið og verðbólga mældist í nóvember. Það þýði að raunverð leigu hafi staðið í stað milli ára, þrátt fyrir einhverja hækkun frá því í júlí. „Það sætir tíðundum að í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur hlutdeild nýrra íbúða í sölutölum lækkað skarpt undanfarna mánuði þrátt fyrir að framboð nýrra íbúða til sölu hafi aukist meira en framboð annarra íbúða. Mögulega er það vísbending um að dregið hafi meira úr eftirspurn í nágrannasveitarfélögunum en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að verðtryggðir vextir séu nú mögulega orðnir hagvæmari en óverðtryggðir vextir en það muni þó ráðast af framtíðarþróun verðbólgunnar. í skýrslunni segir að talsverð hreyfing sé á húsnæðisbótaþegum en stór hluti þeirra þiggi bætur tímabundið. „Af þeim 18.100 sem þáðu bætur einhvern tímann á árinu 2017 voru einungis 8.300 sem þáðu einnig bætur á þessu ári eða um 46%. Í ljósi þess að fyrsti hópurinn inniheldur ekki aðeins þá sem þáðu fyrst bætur 2017 heldur einnig þá sem höfðu fengið áður bætur þá vekur athygli að það fækkar nærri jafn hratt í þeim hópi á milli ára eins og hjá þeim sem hófu síðar að þiggja bætur. Til lengri tíma litið virðast flestir því annað hvort fara af leigumarkaði eða tekjur þeirra aukast þannig að fullnægja ekki lengur skilyrðum fyrir húsnæðisbætur. Það bendi til þess að þörf flestra fyrir húsnæðisbætur sé einungis tímabundin.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Útgefnir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 382 talsins í október og hafa ekki verið færri frá 2013. „Samdrátturinn hefur þó verið enn hraðari í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins undanfarið en þar voru útgefnir samningar 96 í október og 92 í september en til samanburðar voru þeir 151 í ágúst,“ segir í skýrslu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 19,7% íbúða yfir ásettu verði í nóvember, samanborið við 24,3% í október en í apríl síðastliðnum seldust ríflega 65% íbúða yfir ásettu verði. „Áfram dregur úr tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs og er hún komin niður í 20,3% en fór mest í 25,5% í júlí. Ef miðað er við vísitölu paraðra viðskipta hefur hins vegar dregið mun hraðar úr íbúðaverðshækkunum og er 12 mánaða hækkun hennar komin niður í 13%,“ segir í skýrslunni. Þá segir að leiguverð hafi hækkað um 2% á milli mánaða í nóvember miðað við vísitölu leiguverðs. Tólf mánaða hækkun hennar mælist 9,4%, sem sé jafn mikið og verðbólga mældist í nóvember. Það þýði að raunverð leigu hafi staðið í stað milli ára, þrátt fyrir einhverja hækkun frá því í júlí. „Það sætir tíðundum að í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur hlutdeild nýrra íbúða í sölutölum lækkað skarpt undanfarna mánuði þrátt fyrir að framboð nýrra íbúða til sölu hafi aukist meira en framboð annarra íbúða. Mögulega er það vísbending um að dregið hafi meira úr eftirspurn í nágrannasveitarfélögunum en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að verðtryggðir vextir séu nú mögulega orðnir hagvæmari en óverðtryggðir vextir en það muni þó ráðast af framtíðarþróun verðbólgunnar. í skýrslunni segir að talsverð hreyfing sé á húsnæðisbótaþegum en stór hluti þeirra þiggi bætur tímabundið. „Af þeim 18.100 sem þáðu bætur einhvern tímann á árinu 2017 voru einungis 8.300 sem þáðu einnig bætur á þessu ári eða um 46%. Í ljósi þess að fyrsti hópurinn inniheldur ekki aðeins þá sem þáðu fyrst bætur 2017 heldur einnig þá sem höfðu fengið áður bætur þá vekur athygli að það fækkar nærri jafn hratt í þeim hópi á milli ára eins og hjá þeim sem hófu síðar að þiggja bætur. Til lengri tíma litið virðast flestir því annað hvort fara af leigumarkaði eða tekjur þeirra aukast þannig að fullnægja ekki lengur skilyrðum fyrir húsnæðisbætur. Það bendi til þess að þörf flestra fyrir húsnæðisbætur sé einungis tímabundin.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira