Nú reyna menn að heiðra hetjuna sína á alla mögulega vegu og ein hugmynd um slíkt virðist hafa fæðst hjá Seðlabanka Argentínu.
Menn þar á bæ eru sagðir ræða möguleikanna á því að setja Messi á peningaseðil í næstu framtíð.
Messi myndi þá vera á þúsund pesó seðlinum sem er um 823 krónu virði í íslenskum krónum.
José Francisco de San Martin er núna á þúsund pesó seðlinum sem er stríðshetja úr sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á nítjándu öldinni.
Það yrði síðan líklegast vísun í „La Scaloneta“ á baksíðu seðilsins en það er gælunafn landsliðsþjálfarans Lionel Scaloni.