Íslenski boltinn

Góður dagur hjá Söndru: Á topp tíu í fyrsta sinn og búin að gera nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir heldur kyrru fyrir á Hlíðarenda.
Sandra Sigurðardóttir heldur kyrru fyrir á Hlíðarenda. vísir/hulda margrét

Landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Vals.

Sandra átti frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Hún er á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins í fyrsta sinn.

Hin 36 ára Sandra lék 21 af 22 leikjum Vals í deild og bikar á síðasta tímabili. Hún hefur spilað með Val síðan 2016.

Sandra er leikjahæst í sögu efstu deildar á Íslandi með 331 leik. Hún hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og Stjörnunni og fjórum sinnum bikarmeistari.

Hún hefur leikið 48 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar á meðal alla þrjá leiki íslenska liðsins á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×