Friðargangan gengin eftir tveggja ára hlé: „Jólin eru líka hátíð friðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2022 14:14 Friðargangan er gengin á Þorláksmessu ár hvert. Vísir/Egill Aðalsteinsson Friðargangan verður gengin í miðborg Reykjavíkur í kvöld eftir tveggja ára hlé. Skipuleggjendur segja sérstaklega mikilvægt að krefjast friðar nú og minna á að jólin séu ekki síst hátíð friðar. Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur. Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur.
Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira