Rútan festist aftur og lögregla mannar lokunarpósta Árni Sæberg skrifar 26. desember 2022 07:21 Mikið hefur mætt á björgunarsveitinni Víkverjum síðastliðna tvo daga. Aðsend/Sigurður Pétur Jóhannsson Töluvert var um það í gær að fólk hundsaði lokanir á þjóðveginum á Suðurlandi. Gripið var til þess ráðs að fá lögreglu til að manna lokunarpósta. Rúta, sem festist við Pétursey í gær, eftir að ökumaður hennar virti ekki lokun, festist aftur við Dyrhólaey í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ekki hafi enn verið unnt að losa rútuna þegar tilkynningin var rituð í gærkvöldi. Þó hafi björgunarsveitarbílar komist fram hjá henni. Þar segir að töluvert hafi verið að gera hjá björgunarsveitum milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal við að losa fasta bíla í gær eftir að bílstjórar virtu lokunarpósta að vettugi. Um sextíu strandaglópum var komið í hús í gærkvöldi. Tveir hópar ferðamanna týndust Þá segir að í eftirmiðdaginn í gær hafi verið óttast um afdrif tveggja hópa ferðamanna sem höfðu farið í göngu frá hótelum sínum í Reynishverfi og villst af leið. Mikið viðbragð hafi verið sett af stað. Ferðamennirnir höfðu samband við Neyðarlínuna en gátu ekki gert sér grein fyrir hvar þeir voru staðsettir. Þreifandi bylur var kominn um þetta leytið, að því er segir í tilkynningu Landsbjargar. Undir kvöld komust annar hópurinn inn á hótel í Reynisfjöru og hinn hópurinn inn á nærliggjandi sveitabæ. Búist er við áframhaldandi illviðri á Suðurlandi í dag og voru snjóbílar og önnur björgunartæki því flutt austur í gær, og verða til taks á svæðinu í dag. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ekki hafi enn verið unnt að losa rútuna þegar tilkynningin var rituð í gærkvöldi. Þó hafi björgunarsveitarbílar komist fram hjá henni. Þar segir að töluvert hafi verið að gera hjá björgunarsveitum milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal við að losa fasta bíla í gær eftir að bílstjórar virtu lokunarpósta að vettugi. Um sextíu strandaglópum var komið í hús í gærkvöldi. Tveir hópar ferðamanna týndust Þá segir að í eftirmiðdaginn í gær hafi verið óttast um afdrif tveggja hópa ferðamanna sem höfðu farið í göngu frá hótelum sínum í Reynishverfi og villst af leið. Mikið viðbragð hafi verið sett af stað. Ferðamennirnir höfðu samband við Neyðarlínuna en gátu ekki gert sér grein fyrir hvar þeir voru staðsettir. Þreifandi bylur var kominn um þetta leytið, að því er segir í tilkynningu Landsbjargar. Undir kvöld komust annar hópurinn inn á hótel í Reynisfjöru og hinn hópurinn inn á nærliggjandi sveitabæ. Búist er við áframhaldandi illviðri á Suðurlandi í dag og voru snjóbílar og önnur björgunartæki því flutt austur í gær, og verða til taks á svæðinu í dag.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45