Jókerinn setti upp sýningu á Jóladag | Boston vann loks leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 10:45 Þessi kann vel við sig á Jóladag. Justin Tafoya/Getty Images Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna ótrúlegan sigur Denver Nuggets á Phoenix Suns í framlengdum leik. Boston Celtics vann stórsigur á Milwaukke Bucks og Los Angeles Lakers örugglega fyrir Dallas Mavericks. Mest spennandi leikur næturinnar var án efa leikur Nuggets og Suns. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en að fjórum leikhlutum loknum var staðan jöfn, 113-113. Því þurfti að framlengja en þar reyndist topplið Vesturdeildarinnar sterkari aðilinn, Nuggets skoraði 15 stig gegn Suns og vann þriggja stiga sigur. Lokatölur 128-125 og Nuggets nú unnið 21 af 32 leikjum sínum í deildinni. Nikola Jokić var að venju frábær í liði Nuggets en átti sérstaklega góðan leik í nótt. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði 41 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar og taka 15 fráköst. Aaron Gordon skoraði 28 stig og tók 13 fráköst á meðan Jamal Murray skoraði 26 stig. Nikola. Jokic.41 PTS15 REB15 ASTNuggets OT W#NBAXmas pic.twitter.com/YnVXxOF0u1— NBA (@NBA) December 26, 2022 Devin Booker fór meiddur snemma af velli í liði Suns og hafði það án áhrif á spilamennsku gestanna. Landr Shamet endaði stigahæstur í liði Suns með 31 stig á meðan Deandre Ayton skoraði 22 og tók 16 fráköst. Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 16 stoðsendingar. Eftir slakt gengi upp á síðkastið þá sýndi Boston Celtics allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Milwaukee Bucks í nótt, lokatölur 139-118. Jayson Tatum skoraði 41 stig í liði Boston og Jaylen Brown gerði 29 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 27 stig og Jrue Holiday með 23 stig. 41 PTS7 REB5 AST3 STLWJayson Tatum delivers an #NBAXmas gift to Celtics fans. pic.twitter.com/z2jKfaTTyz— NBA (@NBA) December 26, 2022 Los Angeles Lakers byrjaði vel gegn Dallas Mavericks en í þriðja leikhluta fór allt til fjandans hjá LeBron James og félögum. Dallas skoraði 51 stig og vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 124-115. Luka Dončić skoraði 32 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Christian Wood skoraði 30 stig og Tim Hardaway Jr. skoraði 26 stig. LeBron bar af hjá Lakers með 38 stig. Russell Westbrook kom þar á eftir með 17 stig. Joel Embiid skoraði 35 stig í sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, lokatölur 119-112 76ers í vil. James Harden skoraði 29 stig í liði 76ers og gaf 13 stoðsendingar. Julius Randle var stigahæstur hjá Knicks með 35 stig. An #NBAXmas record 10 players scored 30+ points today.Joel Embiid (35 PTS)Julius Randle (35 PTS)LeBron James (38 PTS)Luka Doncic (32 PTS)Christian Wood (30 PTS)Jayson Tatum (41 PTS)Ja Morant (36 PTS)Jordan Poole (32 PTS)Nikola Jokic (41 PTS)Landry Shamet (31 PTS) pic.twitter.com/etaGp6O3mT— NBA (@NBA) December 26, 2022 Að lokum unnu meistarar Golden State Warriors góðan sigur á Memphis Grizzlies, 123-109, þó Stephen Curry væri fjarri góðu gamni. Jordan Poole skoraði 32 stig í liði Warriors og Klay Thompson 24 stig. Ja Morant var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig. Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Mest spennandi leikur næturinnar var án efa leikur Nuggets og Suns. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en að fjórum leikhlutum loknum var staðan jöfn, 113-113. Því þurfti að framlengja en þar reyndist topplið Vesturdeildarinnar sterkari aðilinn, Nuggets skoraði 15 stig gegn Suns og vann þriggja stiga sigur. Lokatölur 128-125 og Nuggets nú unnið 21 af 32 leikjum sínum í deildinni. Nikola Jokić var að venju frábær í liði Nuggets en átti sérstaklega góðan leik í nótt. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði 41 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar og taka 15 fráköst. Aaron Gordon skoraði 28 stig og tók 13 fráköst á meðan Jamal Murray skoraði 26 stig. Nikola. Jokic.41 PTS15 REB15 ASTNuggets OT W#NBAXmas pic.twitter.com/YnVXxOF0u1— NBA (@NBA) December 26, 2022 Devin Booker fór meiddur snemma af velli í liði Suns og hafði það án áhrif á spilamennsku gestanna. Landr Shamet endaði stigahæstur í liði Suns með 31 stig á meðan Deandre Ayton skoraði 22 og tók 16 fráköst. Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 16 stoðsendingar. Eftir slakt gengi upp á síðkastið þá sýndi Boston Celtics allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Milwaukee Bucks í nótt, lokatölur 139-118. Jayson Tatum skoraði 41 stig í liði Boston og Jaylen Brown gerði 29 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 27 stig og Jrue Holiday með 23 stig. 41 PTS7 REB5 AST3 STLWJayson Tatum delivers an #NBAXmas gift to Celtics fans. pic.twitter.com/z2jKfaTTyz— NBA (@NBA) December 26, 2022 Los Angeles Lakers byrjaði vel gegn Dallas Mavericks en í þriðja leikhluta fór allt til fjandans hjá LeBron James og félögum. Dallas skoraði 51 stig og vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 124-115. Luka Dončić skoraði 32 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Christian Wood skoraði 30 stig og Tim Hardaway Jr. skoraði 26 stig. LeBron bar af hjá Lakers með 38 stig. Russell Westbrook kom þar á eftir með 17 stig. Joel Embiid skoraði 35 stig í sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, lokatölur 119-112 76ers í vil. James Harden skoraði 29 stig í liði 76ers og gaf 13 stoðsendingar. Julius Randle var stigahæstur hjá Knicks með 35 stig. An #NBAXmas record 10 players scored 30+ points today.Joel Embiid (35 PTS)Julius Randle (35 PTS)LeBron James (38 PTS)Luka Doncic (32 PTS)Christian Wood (30 PTS)Jayson Tatum (41 PTS)Ja Morant (36 PTS)Jordan Poole (32 PTS)Nikola Jokic (41 PTS)Landry Shamet (31 PTS) pic.twitter.com/etaGp6O3mT— NBA (@NBA) December 26, 2022 Að lokum unnu meistarar Golden State Warriors góðan sigur á Memphis Grizzlies, 123-109, þó Stephen Curry væri fjarri góðu gamni. Jordan Poole skoraði 32 stig í liði Warriors og Klay Thompson 24 stig. Ja Morant var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig.
Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira