Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Ólafur Björn Sverrisson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. desember 2022 19:20 Frá aðgerðum í Mýrdal í gærkvöldi. Landsbjörg Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. „Yfir helgina og í gær var þetta fyrst og fremst í Mýrdalnum, sitt hvoru megin við Vík. Þar var talsvert mikið af fólki í vandræðum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í kvöldfréttum Stöðvar 2, spurður út í hvar flest verkefnin væru. Að öllum líkindum höfðu flestir þeirra sem þurfti að sinna virt vegalokanir að vettugi, segir Jón Þór. „Vegurinn var lokaður en engu að síður var fullt af fólki þar sem þurfti að koma til aðstoðar. Jón Þór bendir einnig á að björgunarsveitarfólk hafi ekki vald til þess að meina fólki aðgangi að lokuðum vegum. „Lögreglan á Suðurlandi er eitthvað að skoða hvernig hægt væri að styrkja lokunarpóstana, því að framundan er ekkert sérstök spá og við þurfum að gera þetta almennilega svo að gestirnir okkar fari sér ekki að voða í aðstæðum sem þeir þekkja ekki.“ Landsbjörg fundaði í dag með almannavörnum til að fara yfir stöðuna. „Það er talsverð snjókoma í kortunum, það gæti orðið skafrenningur á Grindavíkurvegi, Reykjanesbraut og Suðurlandi þannig við vorum bara að fara yfir það sem gæti verið í kortunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hafa björgunarsveitir um land allt sinnt 128 aðgerðum, samanborið við 40 í fyrra. Mest hefur mætt á sveitum á Suðurlandi, en nánast allar björgunarsveitir á landinu hafa komið að þessum verkefnum. Nærri 800 félagar björgunarsveita hafa verið við störf, langmest síðustu 10 daga, eða frá kvöldi 17. Desember. Svona var umhorfs skammt frá Vík í Mýrdal í gær og í nótt.Landsbjörg Leitað að fólki á lokuðum vegi.Landsbjörg Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Yfir helgina og í gær var þetta fyrst og fremst í Mýrdalnum, sitt hvoru megin við Vík. Þar var talsvert mikið af fólki í vandræðum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í kvöldfréttum Stöðvar 2, spurður út í hvar flest verkefnin væru. Að öllum líkindum höfðu flestir þeirra sem þurfti að sinna virt vegalokanir að vettugi, segir Jón Þór. „Vegurinn var lokaður en engu að síður var fullt af fólki þar sem þurfti að koma til aðstoðar. Jón Þór bendir einnig á að björgunarsveitarfólk hafi ekki vald til þess að meina fólki aðgangi að lokuðum vegum. „Lögreglan á Suðurlandi er eitthvað að skoða hvernig hægt væri að styrkja lokunarpóstana, því að framundan er ekkert sérstök spá og við þurfum að gera þetta almennilega svo að gestirnir okkar fari sér ekki að voða í aðstæðum sem þeir þekkja ekki.“ Landsbjörg fundaði í dag með almannavörnum til að fara yfir stöðuna. „Það er talsverð snjókoma í kortunum, það gæti orðið skafrenningur á Grindavíkurvegi, Reykjanesbraut og Suðurlandi þannig við vorum bara að fara yfir það sem gæti verið í kortunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hafa björgunarsveitir um land allt sinnt 128 aðgerðum, samanborið við 40 í fyrra. Mest hefur mætt á sveitum á Suðurlandi, en nánast allar björgunarsveitir á landinu hafa komið að þessum verkefnum. Nærri 800 félagar björgunarsveita hafa verið við störf, langmest síðustu 10 daga, eða frá kvöldi 17. Desember. Svona var umhorfs skammt frá Vík í Mýrdal í gær og í nótt.Landsbjörg Leitað að fólki á lokuðum vegi.Landsbjörg
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira