Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 22:44 Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Vigdís Finnbogadóttir segir forseta aldrei mega fara gegn meirihlutavilja Alþingis. samsett/vísir Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís. Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís.
Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira