Gaf Haaland leyfi til að vera meiddur fyrir leikinn á morgun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 18:31 Jesse Marsch og Erling Haaland unnu saman hjá RB Salzburg. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds í ensku úrvalsdeildinni, gerir sér fulla grein fyrir því að sínir menn þurfi að vera á tánum til að stöðva norsku markamaskínuna Erling Haaland er liðið mætir Manchester City annað kvöld. Marsch þekkir nokkuð vel til norksa framherjans, enda var hann þjálfari RB Salzburg er liðið keypti Haaland árið 2019. Hann segir að þessi tími sem þeir unnu saman muni hjálpa honum í að stilla upp sínu liði til að stöðva framherjann. „Það mun örugglega hjálpa okkur aðeins. Það mun hjálpa honum þegar leikurinn byrjar, en það mun líka hjálpa mér,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Tíminn sem við unnum saman var frábær og ég átti mjög gott samband við Haaland.“ Haaland á líka tengingu við knattspyrnufélagið Leeds, en hann fæddist í borginni á meðan faðir hans, Alf-Inge Haaland, var leimmaður liðsins. „Erling sendi mér skilaboð þegar leikjaniðurröðunin var birt og sagði mér að þetta væri leikurinn sem hann hlakkaði mest til og ég svaraði með því að gefa honum leyfi til að vera meiddur í þessum leik,“ sagði Marsch léttur. Jesse Marsch has given Erling Haaland permission to be injured when Leeds face Man City 😂 pic.twitter.com/NRM7zhN6Ko— ESPN UK (@ESPNUK) December 23, 2022 „En hann er fæddur hérna. Pabbi hans á sína sögu með liðinu og ég held að hann haldi mikið upp á liðið vegna þess. Við gerum ráð fyrir því að hann mæti hungraður í þennan leik og það getur valdið okkur vandræðum.“ „Ég veit vel hversu góður hann er og hversu góður hann getur verið þegar hann er upp á sitt besta. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að halda honum í skefjum á morgun og ég hef verið spurður að því margoft hvernig maður gerir það.“ „Svarið við því er að þú þarft alltaf að vita hvar hann er og hvar hann vill vera. Hann hefur ótrúlega getu til að taka hlaup inn í boxið, sprettirnir upp völlinn í hröðum sóknum og það sem hann er tilbúinn að leggja á sig til að vera í kringum markið til að klára sóknir. Hann er yfirleitt ekki leikmaðurinn sem er að byrja sóknir, en hann er alltaf að hugsa um hvar hann á að vera svo hann geti bundið enda á þær,“ sagði Marsch að lokum. Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira
Marsch þekkir nokkuð vel til norksa framherjans, enda var hann þjálfari RB Salzburg er liðið keypti Haaland árið 2019. Hann segir að þessi tími sem þeir unnu saman muni hjálpa honum í að stilla upp sínu liði til að stöðva framherjann. „Það mun örugglega hjálpa okkur aðeins. Það mun hjálpa honum þegar leikurinn byrjar, en það mun líka hjálpa mér,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Tíminn sem við unnum saman var frábær og ég átti mjög gott samband við Haaland.“ Haaland á líka tengingu við knattspyrnufélagið Leeds, en hann fæddist í borginni á meðan faðir hans, Alf-Inge Haaland, var leimmaður liðsins. „Erling sendi mér skilaboð þegar leikjaniðurröðunin var birt og sagði mér að þetta væri leikurinn sem hann hlakkaði mest til og ég svaraði með því að gefa honum leyfi til að vera meiddur í þessum leik,“ sagði Marsch léttur. Jesse Marsch has given Erling Haaland permission to be injured when Leeds face Man City 😂 pic.twitter.com/NRM7zhN6Ko— ESPN UK (@ESPNUK) December 23, 2022 „En hann er fæddur hérna. Pabbi hans á sína sögu með liðinu og ég held að hann haldi mikið upp á liðið vegna þess. Við gerum ráð fyrir því að hann mæti hungraður í þennan leik og það getur valdið okkur vandræðum.“ „Ég veit vel hversu góður hann er og hversu góður hann getur verið þegar hann er upp á sitt besta. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að halda honum í skefjum á morgun og ég hef verið spurður að því margoft hvernig maður gerir það.“ „Svarið við því er að þú þarft alltaf að vita hvar hann er og hvar hann vill vera. Hann hefur ótrúlega getu til að taka hlaup inn í boxið, sprettirnir upp völlinn í hröðum sóknum og það sem hann er tilbúinn að leggja á sig til að vera í kringum markið til að klára sóknir. Hann er yfirleitt ekki leikmaðurinn sem er að byrja sóknir, en hann er alltaf að hugsa um hvar hann á að vera svo hann geti bundið enda á þær,“ sagði Marsch að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira