Currywurst ekki lengur uppáhaldsskyndibiti Þjóðverja Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2022 13:28 Currywurst hefur lengi verið uppáhaldsskyndibiti Þjóðverja. En ekki lengur. Getty Ný skoðanakönnun bendir til að Þjóðverjar séu í auknum mæli að snúa baki við hefðbundnum þýskum pylsum þegar kemur að vali á skyndibita. Aldur svarenda virðist þó ráða miklu þegar kemur að valinu. Ný könnun YouGov fyrir fréttaveituna dpa sýnir að döner kebab sé nú vinsælandi skyndibiti Þjóðverja og hafi þar með tekið fram úr „currywurst“ – þýskri pylsu með karrítómatsósu og karríkryddi. Um 45 prósent svarenda segja að þeir myndu frekar fá sér döner – sem tyrkneskir innflytjendur kynntu fyrir Þjóðverjum á áttunda áratugnum – en currywurst sem hefur áratugum saman verið fyrsta val flestra Þjóðverja þegar kemur að skyndibita. Könnunin sýnir að 37 prósent aðspurðra myndu frekar velja currywurst en döner. Fimmtán prósent aðspurðra sögðust myndu velja hvorugt. Sveittur döner í vinnslu.Getty Kynslóðabilið kom þó berlega í ljós í könnuninni þar sem meirihluti fólks, 55 ára og eldri, sagðist frekar velja currywurst. 57 prósent aðspurðra í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára, sagðist hins vegar frekar velja döner, en einungis 21 prósent currywurst. Könnunin leiddi sömuleiðis í ljós að konur væru líklegri til að velja döner, frekar en currywurst. Hagstofa Þýskalands sýnir að alls eru um 40 þúsund dönerveitingastaðir í Þýskalandi og þar af fjögur þúsund í höfuðborginni Berlín. Þýskaland Matur Skoðanakannanir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Ný könnun YouGov fyrir fréttaveituna dpa sýnir að döner kebab sé nú vinsælandi skyndibiti Þjóðverja og hafi þar með tekið fram úr „currywurst“ – þýskri pylsu með karrítómatsósu og karríkryddi. Um 45 prósent svarenda segja að þeir myndu frekar fá sér döner – sem tyrkneskir innflytjendur kynntu fyrir Þjóðverjum á áttunda áratugnum – en currywurst sem hefur áratugum saman verið fyrsta val flestra Þjóðverja þegar kemur að skyndibita. Könnunin sýnir að 37 prósent aðspurðra myndu frekar velja currywurst en döner. Fimmtán prósent aðspurðra sögðust myndu velja hvorugt. Sveittur döner í vinnslu.Getty Kynslóðabilið kom þó berlega í ljós í könnuninni þar sem meirihluti fólks, 55 ára og eldri, sagðist frekar velja currywurst. 57 prósent aðspurðra í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára, sagðist hins vegar frekar velja döner, en einungis 21 prósent currywurst. Könnunin leiddi sömuleiðis í ljós að konur væru líklegri til að velja döner, frekar en currywurst. Hagstofa Þýskalands sýnir að alls eru um 40 þúsund dönerveitingastaðir í Þýskalandi og þar af fjögur þúsund í höfuðborginni Berlín.
Þýskaland Matur Skoðanakannanir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira