Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi Eiður Þór Árnason skrifar 29. desember 2022 07:00 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live og formaður Félags íslenskra tónleikahaldara segir landslagið vera breytt. Vísir/Arnar Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður. Hegðun fólks hafi breyst og langt í að geirinn nái sér á strik eftir faraldur. Þá sé ólíklegt að erlendar stórstjörnur verði fluttar inn til landsins á næstunni. „Þegar þú ert að halda tónleika þá viltu ekki að það spyrjist út að það sé ekki að seljast vel þannig það láta allir eins og það gangi vel, en núna þegar þetta er búið þá er alveg hægt að segja bara eins og er að þetta er erfitt og skrýtið ástand,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live. Ísleifur er jafnframt formaður Félags íslenskra tónleikahaldara og hefur því góða yfirsýn yfir stöðu markaðsins. Hann bætir við að margir hafi bundið vonir við að 2022 yrði sérstaklega sterkt ár og fólk væri með mikla uppsafnaða tónleikaþörf. Raunin varð þó önnur. Þegar þú ert að halda tónleika þá viltu ekki að það spyrjist út að það sé ekki að seljast vel. Ísleifur kveðst ekki vera með handbær gögn til að bera tekjuþróunina saman við stöðuna 2019 en segir ljóst að staðan sé alvarleg. „Ég hef engar tölur og engar staðreyndir varðandi heildina en ef ég ætti að skjóta eitthvað út í loftið þá myndi ég halda að á heildina væri þetta kannski niður um svona tuttugu til þrjátíu prósent.“ Telur Ísleifur þetta sérstaklega slæmt í ljósi þess að margir íslenskir listamenn lifi fyrst og fremst á tónleikahaldi, ekki síst nú þegar hljómplötusala er svo gott sem horfin. Þar að auki séu mörg dæmi um að tónlistarmenn haldi eigin tónleika og taki þannig á sig alla áhættuna. Það er engan bilbug að finna á tónleikahöldurum eða listamönnum en þetta er enn þá erfitt. Allt rifið í sundur Ísleifur segir meira þurfa til að fá fólk út úr húsi en áður, það fari almennt á færri viðburði og sé viðkvæmara fyrir miðaverðinu. Kostnaður hafi hækkað umtalsvert en á sama tíma sé ekki hægt að velta því öllu út í verðlagið þegar ekki er full eftirspurn eftir tónleikamiðunum. Í ofanálag hafi fjöldi fólks sem starfaði í kringum viðburði horfið til annarra starfa þegar samkomutakmarkanir sendu iðnaðinn í dvala. Sena Live stóð fyrir einum stærstu tónleikum í sögu Íslands árið 2019 þegar Ed Sheeran spilaði á Laugardalsvelli. Ólíklegra er að fleiri erlendar stjórstjörnur flytji listir sínar hér á næstunni ef staðan helst óbreytt.Vísir/Vilhelm „Það er langt því frá að við séum að koma til baka í sama veruleika eða eðlilegt ástand. Þetta einhvern veginn fór allt upp í loft, allt var rifið í sundur og þetta er ekkert búið að lenda enn þá,“ segir Ísleifur. Áfram ríki mikil og endalaus óvissa og tónleikahaldarar eigi mun erfiðara með að spá til um hvort dæmið gangi upp þegar miðar fara í sölu. „Það eru allir einhvern veginn að reyna að fóta sig en það halda allir áfram að djöflast. Það er engan bilbug að finna á tónleikahöldurum eða listamönnum en þetta er enn þá erfitt. Við erum enn að díla við afleiðingarnar af Covid-19, það er einhver skrýtinn breyttur veruleiki,“ segir Ísleifur. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra listamanna sem komu fram árið 2020 í sérstakri tónleikaröð Vísis sem send var út í beinni.Vísir Viðburðasprettur frekar en maraþon Þegar samkomutakmörkunum var aflétt á þessu ári var líkt og stífla hafi brostið og Íslendingar flykktust á viðburði sem aldrei fyrr. „Það var alveg örugglega uppsöfnuð þörf fyrir að komast á viðburði en það var líka rosaleg sprengja fyrri hluta ársins. Mjög margir áttu miða sem þeir voru kannski búnir að halda á í gegnum allt Covid,“ segir Ísleifur. Fjöldi fólks hafi loks fengið tækifæri til að nýta miða sína á hina ýmsu tónleika, leiksýningar og uppistönd. Þar á meðal á margfrestaða stórviðburði Senu Live með stjörnum á borð við Khalid, Andrea Bocelli og Trevor Noah sem fóru allir fram á stuttu tímabili. „Margir áttu miða á mjög mikið af viðburðum. Það voru einnig mjög margir sem voru líka að fara í öll brúðkaupin og öll afmælin og allar árshátíðirnar, enda var rosalegt offramboð þarna í mars, apríl og maí.“ Betur gekk að selja inn á suma viðburði en aðra líkt og hljómsveitin Sigur Rós sýndi þegar hún spilaði fyrir fullri Laugardalshöll í nóvember síðastliðnum.Vísir/Vilhelm Eftir það hafi áhuginn farið þverrandi og geirinn byrjað að telja niður í desember sem hefur lengi verið mikilvæg vertíð fyrir íslenska tónlistarmenn. „Ef við héldum að við værum að fara inn í eitthvað rosalega sterkt jólatímabil af því að fólk væri ekki búið að komast á almennilega jólatónleika í tvö, þrjú ár þá var það ekki þannig því miður,“ segir Ísleifur en Sena Live bauð nú upp á árlega jólatónleika með Jóhönnu Guðrúnu og Jólagestum Björgvins Halldórssonar. Fólk er ekki á neinum bömmer en margir sem voru kannski að treysta einhverju eða vona eitthvað sem rættist ekki og varð ekki að. Ísleifur áréttar að sumir viðburðir hafi gengið vel á yfirstandandi ári sem hafi því ekki verið eintómur dauði og djöfull fyrir tónleikageirann. Dæmi séu um að að eitt og annað hafi gengið betur en búist var við. „Fólk er ekki á neinum bömmer en margir sem voru kannski að treysta einhverju eða vona eitthvað sem rættist ekki og varð ekki að. Þetta er bara barningur og hark.“ Streymið gefur, streymið tekur Á meðan faraldurinn torveldaði stórviðburði bar í auknum mæli á því að tónleikar væru sendir út í beinu streymi til að gera fólki kleift að fylgjast með þeim úr sófanum heima, alla jafna gegn lægri þóknun. Maður veit ekki hvort streymið sé að bæta við eða koma í staðinn. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort þær tekjur hafi vegið upp á móti samdrætti í hefðbundinni miðasölu. Ísleifur segir kostnaðarsamt og talsverð vinna fylgja því að senda út frá tónleikum og erfitt að sjá fyrir fram hvort það borgi sig. „Maður veit ekki hvort streymið sé að bæta við eða koma í staðinn. Ég held að í framtíðinni þá ertu hikandi við að bæta við streymi ef þú átt enn miða til að selja í salinn. Þú vilt alltaf fyrst reyna að selja þá.“ Þetta tvennt fylgist að og lítil ástæða sé til að henda í streymi ef illa gangi að selja hefðbundna miða. Margir tónleikar færðust yfir á netið í faraldrinum. Ísleifur telur streymið vera komið til að vera en efast að það verði of algengt. Hann bendir á mun færri tónleikar hafi verið sendir út nú en á meðan faraldurinn stóð sem hæst. „Ég held að það verði ekki voðalega margir sem hafa burði í það eða að það gangi upp fjárhagslega fyrir mjög marga.“ Stefni áfram á að vera með fasta liði Sena Live er einn umsvifamesti tónleikarhaldari landsins og orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum á þessu ári samhliða dræmari miðasölu. „Það er kannski ekki eitthvað tap á tónleikahaldinu okkar í heild sinni. Við erum að gera það marga viðburði og erum náttúrulega hluti af stærra fyrirtæki. Við erum að gera fyrirtækjaviðburði líka. Fyrirtækið er allt í lagi en tónleikahaldssviðið er ekkert sterkt og af þeim sem eru í tónleikahaldi held ég að það séu voðalega fáir að koma vel út úr þessu ári. Það er algjörlega staðreynd að það er miklu oftar tap en áður, miklu auðveldara að lenda í tapi og erfiðara að fá eitthvað út úr þessu. Það er bara staðan,“ segir Ísleifur. Þegar markaðurinn er svona þá ertu ekki að taka mikla áhættu og verður bara að fara varlega. Þrátt fyrir þetta sér hann ekki endilega fram á að Sena Live muni fækka fyrirhuguðum tónleikum sínum á næsta ári. Áfram sé nokkuð um fasta liði en ólíklegra að eitthvað stórt bætist við. „Það er svo mikil óvissa. Þegar markaðurinn er svona þá ertu ekki að taka mikla áhættu og verður bara að fara varlega. Það verður stigið varlega til jarðar þangað til maður sér að þetta fari eitthvað að lagast.“ Tónleikar á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tónlist Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Hegðun fólks hafi breyst og langt í að geirinn nái sér á strik eftir faraldur. Þá sé ólíklegt að erlendar stórstjörnur verði fluttar inn til landsins á næstunni. „Þegar þú ert að halda tónleika þá viltu ekki að það spyrjist út að það sé ekki að seljast vel þannig það láta allir eins og það gangi vel, en núna þegar þetta er búið þá er alveg hægt að segja bara eins og er að þetta er erfitt og skrýtið ástand,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live. Ísleifur er jafnframt formaður Félags íslenskra tónleikahaldara og hefur því góða yfirsýn yfir stöðu markaðsins. Hann bætir við að margir hafi bundið vonir við að 2022 yrði sérstaklega sterkt ár og fólk væri með mikla uppsafnaða tónleikaþörf. Raunin varð þó önnur. Þegar þú ert að halda tónleika þá viltu ekki að það spyrjist út að það sé ekki að seljast vel. Ísleifur kveðst ekki vera með handbær gögn til að bera tekjuþróunina saman við stöðuna 2019 en segir ljóst að staðan sé alvarleg. „Ég hef engar tölur og engar staðreyndir varðandi heildina en ef ég ætti að skjóta eitthvað út í loftið þá myndi ég halda að á heildina væri þetta kannski niður um svona tuttugu til þrjátíu prósent.“ Telur Ísleifur þetta sérstaklega slæmt í ljósi þess að margir íslenskir listamenn lifi fyrst og fremst á tónleikahaldi, ekki síst nú þegar hljómplötusala er svo gott sem horfin. Þar að auki séu mörg dæmi um að tónlistarmenn haldi eigin tónleika og taki þannig á sig alla áhættuna. Það er engan bilbug að finna á tónleikahöldurum eða listamönnum en þetta er enn þá erfitt. Allt rifið í sundur Ísleifur segir meira þurfa til að fá fólk út úr húsi en áður, það fari almennt á færri viðburði og sé viðkvæmara fyrir miðaverðinu. Kostnaður hafi hækkað umtalsvert en á sama tíma sé ekki hægt að velta því öllu út í verðlagið þegar ekki er full eftirspurn eftir tónleikamiðunum. Í ofanálag hafi fjöldi fólks sem starfaði í kringum viðburði horfið til annarra starfa þegar samkomutakmarkanir sendu iðnaðinn í dvala. Sena Live stóð fyrir einum stærstu tónleikum í sögu Íslands árið 2019 þegar Ed Sheeran spilaði á Laugardalsvelli. Ólíklegra er að fleiri erlendar stjórstjörnur flytji listir sínar hér á næstunni ef staðan helst óbreytt.Vísir/Vilhelm „Það er langt því frá að við séum að koma til baka í sama veruleika eða eðlilegt ástand. Þetta einhvern veginn fór allt upp í loft, allt var rifið í sundur og þetta er ekkert búið að lenda enn þá,“ segir Ísleifur. Áfram ríki mikil og endalaus óvissa og tónleikahaldarar eigi mun erfiðara með að spá til um hvort dæmið gangi upp þegar miðar fara í sölu. „Það eru allir einhvern veginn að reyna að fóta sig en það halda allir áfram að djöflast. Það er engan bilbug að finna á tónleikahöldurum eða listamönnum en þetta er enn þá erfitt. Við erum enn að díla við afleiðingarnar af Covid-19, það er einhver skrýtinn breyttur veruleiki,“ segir Ísleifur. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra listamanna sem komu fram árið 2020 í sérstakri tónleikaröð Vísis sem send var út í beinni.Vísir Viðburðasprettur frekar en maraþon Þegar samkomutakmörkunum var aflétt á þessu ári var líkt og stífla hafi brostið og Íslendingar flykktust á viðburði sem aldrei fyrr. „Það var alveg örugglega uppsöfnuð þörf fyrir að komast á viðburði en það var líka rosaleg sprengja fyrri hluta ársins. Mjög margir áttu miða sem þeir voru kannski búnir að halda á í gegnum allt Covid,“ segir Ísleifur. Fjöldi fólks hafi loks fengið tækifæri til að nýta miða sína á hina ýmsu tónleika, leiksýningar og uppistönd. Þar á meðal á margfrestaða stórviðburði Senu Live með stjörnum á borð við Khalid, Andrea Bocelli og Trevor Noah sem fóru allir fram á stuttu tímabili. „Margir áttu miða á mjög mikið af viðburðum. Það voru einnig mjög margir sem voru líka að fara í öll brúðkaupin og öll afmælin og allar árshátíðirnar, enda var rosalegt offramboð þarna í mars, apríl og maí.“ Betur gekk að selja inn á suma viðburði en aðra líkt og hljómsveitin Sigur Rós sýndi þegar hún spilaði fyrir fullri Laugardalshöll í nóvember síðastliðnum.Vísir/Vilhelm Eftir það hafi áhuginn farið þverrandi og geirinn byrjað að telja niður í desember sem hefur lengi verið mikilvæg vertíð fyrir íslenska tónlistarmenn. „Ef við héldum að við værum að fara inn í eitthvað rosalega sterkt jólatímabil af því að fólk væri ekki búið að komast á almennilega jólatónleika í tvö, þrjú ár þá var það ekki þannig því miður,“ segir Ísleifur en Sena Live bauð nú upp á árlega jólatónleika með Jóhönnu Guðrúnu og Jólagestum Björgvins Halldórssonar. Fólk er ekki á neinum bömmer en margir sem voru kannski að treysta einhverju eða vona eitthvað sem rættist ekki og varð ekki að. Ísleifur áréttar að sumir viðburðir hafi gengið vel á yfirstandandi ári sem hafi því ekki verið eintómur dauði og djöfull fyrir tónleikageirann. Dæmi séu um að að eitt og annað hafi gengið betur en búist var við. „Fólk er ekki á neinum bömmer en margir sem voru kannski að treysta einhverju eða vona eitthvað sem rættist ekki og varð ekki að. Þetta er bara barningur og hark.“ Streymið gefur, streymið tekur Á meðan faraldurinn torveldaði stórviðburði bar í auknum mæli á því að tónleikar væru sendir út í beinu streymi til að gera fólki kleift að fylgjast með þeim úr sófanum heima, alla jafna gegn lægri þóknun. Maður veit ekki hvort streymið sé að bæta við eða koma í staðinn. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort þær tekjur hafi vegið upp á móti samdrætti í hefðbundinni miðasölu. Ísleifur segir kostnaðarsamt og talsverð vinna fylgja því að senda út frá tónleikum og erfitt að sjá fyrir fram hvort það borgi sig. „Maður veit ekki hvort streymið sé að bæta við eða koma í staðinn. Ég held að í framtíðinni þá ertu hikandi við að bæta við streymi ef þú átt enn miða til að selja í salinn. Þú vilt alltaf fyrst reyna að selja þá.“ Þetta tvennt fylgist að og lítil ástæða sé til að henda í streymi ef illa gangi að selja hefðbundna miða. Margir tónleikar færðust yfir á netið í faraldrinum. Ísleifur telur streymið vera komið til að vera en efast að það verði of algengt. Hann bendir á mun færri tónleikar hafi verið sendir út nú en á meðan faraldurinn stóð sem hæst. „Ég held að það verði ekki voðalega margir sem hafa burði í það eða að það gangi upp fjárhagslega fyrir mjög marga.“ Stefni áfram á að vera með fasta liði Sena Live er einn umsvifamesti tónleikarhaldari landsins og orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum á þessu ári samhliða dræmari miðasölu. „Það er kannski ekki eitthvað tap á tónleikahaldinu okkar í heild sinni. Við erum að gera það marga viðburði og erum náttúrulega hluti af stærra fyrirtæki. Við erum að gera fyrirtækjaviðburði líka. Fyrirtækið er allt í lagi en tónleikahaldssviðið er ekkert sterkt og af þeim sem eru í tónleikahaldi held ég að það séu voðalega fáir að koma vel út úr þessu ári. Það er algjörlega staðreynd að það er miklu oftar tap en áður, miklu auðveldara að lenda í tapi og erfiðara að fá eitthvað út úr þessu. Það er bara staðan,“ segir Ísleifur. Þegar markaðurinn er svona þá ertu ekki að taka mikla áhættu og verður bara að fara varlega. Þrátt fyrir þetta sér hann ekki endilega fram á að Sena Live muni fækka fyrirhuguðum tónleikum sínum á næsta ári. Áfram sé nokkuð um fasta liði en ólíklegra að eitthvað stórt bætist við. „Það er svo mikil óvissa. Þegar markaðurinn er svona þá ertu ekki að taka mikla áhættu og verður bara að fara varlega. Það verður stigið varlega til jarðar þangað til maður sér að þetta fari eitthvað að lagast.“
Tónleikar á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tónlist Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira