Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2022 13:46 Ein frægasta íþróttaljósmynd sem hefur verið tekin. Pelé og Bobby Moore skiptast á treyjum eftir leik Brasilíu og Englands á HM 1970. Brassar unnu leikinn, 1-0. getty/Mirrorpix Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. Pelé er helst minnst fyrir afrek sín með brasilíska landsliðinu. Hann varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu, eitthvað sem enginn annar hefur afrekað. Hann skoraði 77 mörk í 92 landsleikjum og er markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins ásamt Neymar. Pelé lék allan ferilinn með Santos í heimalandinu fyrir utan tvö ár sem hann var í herbúðum New York Cosmos í Bandaríkjunum. Pelé er einn mesti markaskorari allra tíma en á 21 árs löngum ferli er hann sagður hafa skorað 1281 mark í 1363 leikjum. Ævi Pelés var löng og viðburðarrík og erfitt að draga hana saman í stuttu máli eða fáum myndum. En AP-fréttastofan reyndi það og birti í gær fjögur myndbönd þar sem ævi Pelés er gerð góð skil. Myndböndin eru samtals um 25 mínútur og má sjá hér fyrir neðan. Hér má meðal annars sjá frá leikjum Pelés á HM 1958-70 og í leikjum með Santos. Klippa: Ævi Pelés 1 Hér má meðal annars sjá brot úr leikjum Pelés með New York Cosmos, Pelé ásamt Gerald Ford og Jimmy Carter í Hvíta húsinu og Pelé ásamt Michael Caine við tökur á kvikmyndinni Escape to Victory. Klippa: Ævi Pelés 2 Hér má meðal annars sjá viðtöl við Pelé og hann í samskiptum við ýmsa fræga einstaklinga, meðal annars Elton John, Nelson Mandela og Diego Maradona og Pelé með Ólympíueldinn. Klippa: Ævi Pelés 3 Hér má meðal annars sjá viðtöl við Pelé, hann ásamt Lionel Messi ásamt myndbrotum frá síðustu æviárum hans. Klippa: Ævi Pelés 4 Fótbolti Andlát Pele Tengdar fréttir Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Pelé er helst minnst fyrir afrek sín með brasilíska landsliðinu. Hann varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu, eitthvað sem enginn annar hefur afrekað. Hann skoraði 77 mörk í 92 landsleikjum og er markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins ásamt Neymar. Pelé lék allan ferilinn með Santos í heimalandinu fyrir utan tvö ár sem hann var í herbúðum New York Cosmos í Bandaríkjunum. Pelé er einn mesti markaskorari allra tíma en á 21 árs löngum ferli er hann sagður hafa skorað 1281 mark í 1363 leikjum. Ævi Pelés var löng og viðburðarrík og erfitt að draga hana saman í stuttu máli eða fáum myndum. En AP-fréttastofan reyndi það og birti í gær fjögur myndbönd þar sem ævi Pelés er gerð góð skil. Myndböndin eru samtals um 25 mínútur og má sjá hér fyrir neðan. Hér má meðal annars sjá frá leikjum Pelés á HM 1958-70 og í leikjum með Santos. Klippa: Ævi Pelés 1 Hér má meðal annars sjá brot úr leikjum Pelés með New York Cosmos, Pelé ásamt Gerald Ford og Jimmy Carter í Hvíta húsinu og Pelé ásamt Michael Caine við tökur á kvikmyndinni Escape to Victory. Klippa: Ævi Pelés 2 Hér má meðal annars sjá viðtöl við Pelé og hann í samskiptum við ýmsa fræga einstaklinga, meðal annars Elton John, Nelson Mandela og Diego Maradona og Pelé með Ólympíueldinn. Klippa: Ævi Pelés 3 Hér má meðal annars sjá viðtöl við Pelé, hann ásamt Lionel Messi ásamt myndbrotum frá síðustu æviárum hans. Klippa: Ævi Pelés 4
Fótbolti Andlát Pele Tengdar fréttir Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52