Lífið samstarf

Ljóminn bjargar jóla­bakstrinum - tvær góm­sætar upp­skriftir

Kjarnavörur
Ein ástsælasta hljómsveit landsins, Ríó tríó innprentaði þetta lag í þjóðarsálina árið 1969 þegar þremenningarnir sungu það í auglýsingu.
Ein ástsælasta hljómsveit landsins, Ríó tríó innprentaði þetta lag í þjóðarsálina árið 1969 þegar þremenningarnir sungu það í auglýsingu.

Við jólabaksturinn kemur lagið „Veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður..“ nánast undantekningarlaust upp í hugann enda hefur Ljóminn verið ómissandi í jólabakstur landsmanna í áratugi. 

Ein ástsælasta hljómsveit landsins, Ríó tríó innprentaði þetta lag í þjóðarsálina árið 1969 þegar þremenningarnir sungu það í auglýsingu. Auglýsingin var endurgerð árið 1989 og það var eins og við manninn mælt, lagið fór aftur á flug og Ljóminn líka, enda svo ljómandi góður. 

Hér eru tvær skotheldar Ljómauppskriftir til að gleðja ástvini með á aðventunni.

New York Times súkkulaðibitakökur

  • 2 bollar mínus 2 msk. hveiti
  • 1 1/3 bolli brauðhveiti (má nota venjulegt)
  • 1 ¼ tsk. matarsódi
  • 1 ½ tsk. lyftiduft
  • 1 ½ tsk. gróft salt
  • 1 ¼ bolli Ljóma
  • 1 ¼ bolli ljós púðursykur
  • 1 bolli plús 2 msk. sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk. Vanilludropar
  • 560 g dökkir súkkulaðibitar
  • Sjávarsalt eða gróft salt til að strá yfir kökurnar

Sigtið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt saman ís kál og leggið til hliðar. Setjið Ljóma og sykur í hrærivélaskál og hrærið sama í um 5 mínútur eða þar til blandan verðu mjúk og kremkennd. Hrærið eggjunum einu og einu saman við og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropum út í deigið. 

Stillið hrærivélina á hægan hraða, bætið þurrefnunum í deigið og hrærið þar til hráefnin hafa blandast saman. Passið að ofhræra ekki deigið. Það ætti að duga að hræra í 5 – 10 sekúndur. Bætið súkkulaðibitunum varlega í deigið. Setjið deigið í plastfilmu og geymið ísskáop í 48 klst. Eða að minnsta kosti 24 klst. Deigið má geyma í allt að 72 klst. 

þegar á að baka kökurnar er ofninn hitaður í 175. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið kúlur úr deiginu á stærð við golfkúlu. Setjið deigkúlurnar á bökunarplötuna (passið að hafa gott bil á milli því þær renna út) og stráið salti yfir. Bakið kökurnar í 18 – 20 mínútur eða þar til þær eru gylltar á lit en mjúkar. Látið kökurnar kólna á grind í 10 mínútur.

Sjónvarpskaka/Drømmekage

  • 375 g Ljóma
  • 375 g sykur
  • 8 egg
  • 475 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • Fræ úr tveimur vanillustöngum
  • 1.5 dl mjólk
  • 100 g kókosmjöl

Ofanbráð

  • ¾ dl vatn
  • 1 ½ tsk. Nescafé
  • 150 g Ljóma
  • 150 g kókosmjöl
  • 300 g púðursykur
  • 75 g síróp

Hitið ofninn í 180 C. Hrærið Ljóma og sykur vel saman. Bætið eggjunum, einu í einu saman við og hrærið í deiginu á meðan. Blandið hveiti, lyftidufti og fræjum úr vanillustöngum saman og hrærið í deigið. Hrærið að lokum mjólk og kókosmjöli í deigið.

Setjið deigið í bökunarpappírsklætt bökunarform sem er um 25 x 35 cm að stærð. Bakið kökuna í 35 – 40 mínútur.

Ofnbráð: Hitið vatnið í potti og leysið Nescacé upp í því. Bætið Ljóma saman við og látið bráðna í blöndunni. Setjið restina af hráefnunum saman við og hrærið vel saman yfir lágum hita. Smyrjið blöndunni yfir kökuna og bakið í 8 mínútur til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×