White Noise: Allt er gott ef ekki er vöruskortur Heiðar Sumarliðason skrifar 2. janúar 2023 09:04 Allt komið í voll hjá fjölskyldunni. Netflix frumsýndi á milli jóla og nýárs nýjustu kvikmynd Noah Baumbachs, White Noise. Hún byggir á samnefndri skáldsögu Don DeLillo og fjallar um bandaríska millistéttarfjölskyldu sem lendir í miðjum hamförum þegar eiturský nálgast heimili þeirra. Ég er mjög mikill aðdáandi Baumbachs, sem er þekktur fyrir heldur hófsamar karakterstúdíur á borð við The Squid and the Whale, Frances Ha og Marriage Story. Hér kveður þó við nýja tón, því White Noise er hans lang lang dýrasta kvikmynd; heilar 80 milljónar dollarar voru það heillin, og það sést. Hér er hvergi hár á röngum stað, litasamsetning allra sviðsmynda upp á 10 og valinn maður í hverju rúmi. Leikararnir eru margir hverjir ekki af verri endanum. Adam Driver leikur fjölskylduföðurinn og háskólaprófessorinn Jack og Greta Gerwig leikur eiginkonu hans Babette. Líkt og tískan gefur til kynna gerist White Noise á 9. áratugi síðustu aldar. Verandi aðdáandi Baumbachs, Drivers og Gerwig var ég kominn upp í sófa kl 10 um morguninn á frumsýningardag, fullur tilhlökkunar. En stenst myndin væntingar? Beggja blands Það er raun ekkert einfalt svar við þeirri spurningu. Að einhverju leyti er White Noise langbesta og metnaðarfyllsta mynd Baumbachs, en að öðru leyti ein sú slakasta. Það sem henni er helst til tekna er handbragðið, því sama hvar niður er gripið er hún áferðarfalleg, hvort sem um ræðir sjónræna útfærslu, eða hvernig leiktextinn er settur saman. Það sem hrjáir hana þó helst er persónusköpun, sem er hittir ekki alltaf á réttu nóturnar, því ná karakterarnir ekki til áhorfenda á þann máta sem þeir hafa gert í fyrri myndum Baumbachs. Það er ekki þar með sagt að persónurnar séu leiðinlegar, en þær skortir einhvern mannlegan neista sem þarf til að halda áhorfanda við efnið í meira en tvær klukkustundir. Don Cheadle leikur samstarfsfélaga prófessorsins. Helst er það útfærslan á háskólaprófessornum Jack sem veldur því að sterk taug skapast ekki við áhorfendur. Hann er eiginleg aðalpersóna myndarinnar, þó aðrir meðlimir fjölskyldunnar - og þá helst eiginkona hans Babette - séu einnig fyrirferðarmiklir. Jack skortir ákveðna eiginleika sem almennt klæða góðar aðalpersónur. Helsta brotalömin er að Jack er of sáttur með líf sitt of langt inn í myndina. Hann er búinn að skapa sér einhvers konar búbblu allsnægta og vandamál hans eru því heldur hversdagsleg. Það er í raun ekkert að því hefja frásögn á þennan máta, en raunveruleg óveðursský verða að hrannast upp fyrr en síðar. Þessi óveðursský þurfa að hafa raunveruleg áhrif á hjarta, sál og mikilvægast af öllu, egó persónunnar. Í White Noise er bókstaflegt ský sem birtist og verður til þess að fjölskyldan stekkur á flótta. Þetta er hins vegar tímabundið hættuástand sem ógnar ekki neinu tengdu egói hans. Það ógnar ekki sambandinu við eiginkonuna eða starfsframa hans. Þetta veldur því að óveðursskýið sem fyllir stærstan hluta annars leikþáttar er gerviógn, og áhorfendur efast ekki í eina sekúndu að fjölskyldan muni hafa það af. Það er enginn vöruskortur hér. Þetta er vegna þess að við erum ekki stödd í raunverulegri hamfarakvikmynd, heldur kómískri ádeilu. Sem áhorfandi veit ég allan tímann að ég er ekki að horfa kvikmynd á borð við The Impossible, Deepwater Horizon, Titanic eða 127 Hours. Því skapast aldrei nein spenna út frá eiturskýinu sem breiðist yfir nærumhverfi fjölskyldunnar. Of mikill tími fer í framvindu flóttans undan eiturskýinu en ekki nægur í frásögn af hinni raunverulegu ógn við hamingju Jacks. Hún afhjúpast alltof seint, ekki fyrr en komið er inn í þriðja leikþátt. Þetta er galli sem er innbyggður í frumefnið og ætti að hafa verið rautt flagg þegar Baumbach var að skoða hvort hann ætti að aðlaga bókina að kvikmyndaforminu. Í hverslags mynd erum við stödd? Annað sem hjálpar ekki til er að Baumbach getur að því virðist, ekki gert upp við sig hverslags grínmynd hann er að gera. Hinn kómíski tónn er heldur sveiflukenndur og fer frá því í byrjun að vera heldur Wes Anderson-legur yfir í að breytast skyndilega í einhvers konar National Lampoon's Vacation mynd. Mögulega hefði það ekki skipt neinu máli ef sterkari samhygðartaug hefði verið sköpuð milli áhorfenda og Jack, en þar sem svo er ekki, munum við víst aldrei vita það. White Noise breyttist í National Lampoon's Vacation. Hver leikþáttur fyrir sig hefur sinn eigin tón, sem gerir White Noise að heldur sundurleitri kvikmyndaupplifun. Það hefði verið óskandi að Baumbach gerði upp við sig hverja af þessum þremur myndum hann ætlaði að gera . Ég vona svo innilega að Baumbach beri gæfa til að halda sig við að skrifa sitt eigið efni í framtíðinni, því hann er sennilega betra skáld en langflestir rithöfundar. Sundurleysi White Noise er því um að kenna að hún byggir á skáldsögu og þessi þrískipting frásagnarinnar er innbyggð í hana. Það er mjög algengt að skáldsögur bjóði hreinlega ekki upp á aðlögun yfir á kvikmyndahandritsformið, sem kvikmyndagerðarfólk hefur ekki alltaf innsýn og þekkingu til að bera kennsl á. Þetta kemur á daginn með White Noise. Aftur ógn úr austri Skáldsagan eftir DeLillo kom út árið 1985 og því komin töluvert til ára sinna. Miðað við lýsingar á söguþræði og stíl hennar sem ég fann á netinu þarf ekki að koma á óvart að útkoman sé sú sem raun ber vitni. Baumbach vinnur þó mjög vel með mótíf og þemu hamfaraóttans í sögunni. Á þeim tíma sem bókin kom út voru það kjarnorkuváin og Sovíetmaðurinn sem héldu Bandaríkjamönnum í heljar greipum. Ógnin úr austri er nú aftur í umræðunni með innrás Rússa í Úkraínu, en það er þó frekar óttinn við loftslagsbreytingar og drepsóttir sem lita líf íbúa Vesturlanda í dag. Verandi nýsloppin úr greipum Covid-19 er það sú samlíking sem áhorfendum kemur sjálfsagt helst til hugar þegar horft er á White Noise. Baumbach spilar skemmtilega á þetta með senunum í stórmarkaðnum, þar sem allar hillur eru ávallt áberandi fullar. Þetta kveikir strax á hugrenningatengslum við tómar klósettpappírshillur í upphafi Covid-19 og fær lokasenan mig til að álykta að lokasögn myndarinnar sé sú að allt sé í raun gott, svo lengi sem allar hillur séu fullar af mat. Niðurstaða: White Noise er hálfgert bland í poka. Margt við hana er framúrskarandi, hún er oft og tíðum mjög fyndin en persónusköpunin gerir áhorfendum erfitt fyrir. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ég er mjög mikill aðdáandi Baumbachs, sem er þekktur fyrir heldur hófsamar karakterstúdíur á borð við The Squid and the Whale, Frances Ha og Marriage Story. Hér kveður þó við nýja tón, því White Noise er hans lang lang dýrasta kvikmynd; heilar 80 milljónar dollarar voru það heillin, og það sést. Hér er hvergi hár á röngum stað, litasamsetning allra sviðsmynda upp á 10 og valinn maður í hverju rúmi. Leikararnir eru margir hverjir ekki af verri endanum. Adam Driver leikur fjölskylduföðurinn og háskólaprófessorinn Jack og Greta Gerwig leikur eiginkonu hans Babette. Líkt og tískan gefur til kynna gerist White Noise á 9. áratugi síðustu aldar. Verandi aðdáandi Baumbachs, Drivers og Gerwig var ég kominn upp í sófa kl 10 um morguninn á frumsýningardag, fullur tilhlökkunar. En stenst myndin væntingar? Beggja blands Það er raun ekkert einfalt svar við þeirri spurningu. Að einhverju leyti er White Noise langbesta og metnaðarfyllsta mynd Baumbachs, en að öðru leyti ein sú slakasta. Það sem henni er helst til tekna er handbragðið, því sama hvar niður er gripið er hún áferðarfalleg, hvort sem um ræðir sjónræna útfærslu, eða hvernig leiktextinn er settur saman. Það sem hrjáir hana þó helst er persónusköpun, sem er hittir ekki alltaf á réttu nóturnar, því ná karakterarnir ekki til áhorfenda á þann máta sem þeir hafa gert í fyrri myndum Baumbachs. Það er ekki þar með sagt að persónurnar séu leiðinlegar, en þær skortir einhvern mannlegan neista sem þarf til að halda áhorfanda við efnið í meira en tvær klukkustundir. Don Cheadle leikur samstarfsfélaga prófessorsins. Helst er það útfærslan á háskólaprófessornum Jack sem veldur því að sterk taug skapast ekki við áhorfendur. Hann er eiginleg aðalpersóna myndarinnar, þó aðrir meðlimir fjölskyldunnar - og þá helst eiginkona hans Babette - séu einnig fyrirferðarmiklir. Jack skortir ákveðna eiginleika sem almennt klæða góðar aðalpersónur. Helsta brotalömin er að Jack er of sáttur með líf sitt of langt inn í myndina. Hann er búinn að skapa sér einhvers konar búbblu allsnægta og vandamál hans eru því heldur hversdagsleg. Það er í raun ekkert að því hefja frásögn á þennan máta, en raunveruleg óveðursský verða að hrannast upp fyrr en síðar. Þessi óveðursský þurfa að hafa raunveruleg áhrif á hjarta, sál og mikilvægast af öllu, egó persónunnar. Í White Noise er bókstaflegt ský sem birtist og verður til þess að fjölskyldan stekkur á flótta. Þetta er hins vegar tímabundið hættuástand sem ógnar ekki neinu tengdu egói hans. Það ógnar ekki sambandinu við eiginkonuna eða starfsframa hans. Þetta veldur því að óveðursskýið sem fyllir stærstan hluta annars leikþáttar er gerviógn, og áhorfendur efast ekki í eina sekúndu að fjölskyldan muni hafa það af. Það er enginn vöruskortur hér. Þetta er vegna þess að við erum ekki stödd í raunverulegri hamfarakvikmynd, heldur kómískri ádeilu. Sem áhorfandi veit ég allan tímann að ég er ekki að horfa kvikmynd á borð við The Impossible, Deepwater Horizon, Titanic eða 127 Hours. Því skapast aldrei nein spenna út frá eiturskýinu sem breiðist yfir nærumhverfi fjölskyldunnar. Of mikill tími fer í framvindu flóttans undan eiturskýinu en ekki nægur í frásögn af hinni raunverulegu ógn við hamingju Jacks. Hún afhjúpast alltof seint, ekki fyrr en komið er inn í þriðja leikþátt. Þetta er galli sem er innbyggður í frumefnið og ætti að hafa verið rautt flagg þegar Baumbach var að skoða hvort hann ætti að aðlaga bókina að kvikmyndaforminu. Í hverslags mynd erum við stödd? Annað sem hjálpar ekki til er að Baumbach getur að því virðist, ekki gert upp við sig hverslags grínmynd hann er að gera. Hinn kómíski tónn er heldur sveiflukenndur og fer frá því í byrjun að vera heldur Wes Anderson-legur yfir í að breytast skyndilega í einhvers konar National Lampoon's Vacation mynd. Mögulega hefði það ekki skipt neinu máli ef sterkari samhygðartaug hefði verið sköpuð milli áhorfenda og Jack, en þar sem svo er ekki, munum við víst aldrei vita það. White Noise breyttist í National Lampoon's Vacation. Hver leikþáttur fyrir sig hefur sinn eigin tón, sem gerir White Noise að heldur sundurleitri kvikmyndaupplifun. Það hefði verið óskandi að Baumbach gerði upp við sig hverja af þessum þremur myndum hann ætlaði að gera . Ég vona svo innilega að Baumbach beri gæfa til að halda sig við að skrifa sitt eigið efni í framtíðinni, því hann er sennilega betra skáld en langflestir rithöfundar. Sundurleysi White Noise er því um að kenna að hún byggir á skáldsögu og þessi þrískipting frásagnarinnar er innbyggð í hana. Það er mjög algengt að skáldsögur bjóði hreinlega ekki upp á aðlögun yfir á kvikmyndahandritsformið, sem kvikmyndagerðarfólk hefur ekki alltaf innsýn og þekkingu til að bera kennsl á. Þetta kemur á daginn með White Noise. Aftur ógn úr austri Skáldsagan eftir DeLillo kom út árið 1985 og því komin töluvert til ára sinna. Miðað við lýsingar á söguþræði og stíl hennar sem ég fann á netinu þarf ekki að koma á óvart að útkoman sé sú sem raun ber vitni. Baumbach vinnur þó mjög vel með mótíf og þemu hamfaraóttans í sögunni. Á þeim tíma sem bókin kom út voru það kjarnorkuváin og Sovíetmaðurinn sem héldu Bandaríkjamönnum í heljar greipum. Ógnin úr austri er nú aftur í umræðunni með innrás Rússa í Úkraínu, en það er þó frekar óttinn við loftslagsbreytingar og drepsóttir sem lita líf íbúa Vesturlanda í dag. Verandi nýsloppin úr greipum Covid-19 er það sú samlíking sem áhorfendum kemur sjálfsagt helst til hugar þegar horft er á White Noise. Baumbach spilar skemmtilega á þetta með senunum í stórmarkaðnum, þar sem allar hillur eru ávallt áberandi fullar. Þetta kveikir strax á hugrenningatengslum við tómar klósettpappírshillur í upphafi Covid-19 og fær lokasenan mig til að álykta að lokasögn myndarinnar sé sú að allt sé í raun gott, svo lengi sem allar hillur séu fullar af mat. Niðurstaða: White Noise er hálfgert bland í poka. Margt við hana er framúrskarandi, hún er oft og tíðum mjög fyndin en persónusköpunin gerir áhorfendum erfitt fyrir.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira