Fyrra met í fjölda útkalla var sett árið 2018 en þá fóru loftför Landhelgisgæslunnar í 278 útköll. Fjöldinn árið 2022 var fjölgun um 7,5 prósent miðað við það ár.
Af útköllunum 299 voru 156 vegna sjúkraflutninga og 115 vegna leitar eða björgunar. Fjölgun var í sjúkraflutningum. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að nokkuð hafi verið um útköll til Vestmannaeyja og á sunnanverða Vestfirði sem hefðbundið sjúkraflug gat ekki annast vegna veðurs eða slæms skyggnis.
Rúm 45 prósent útkallanna voru í hæsta forgangi, alls 136 talsins.