Njarðvík varð deildarmeistari með 34 stig líkt og þáverandi Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar. Bæði lið komust í undanúrslit en þar tapaði Njarðvík fyrir Tindastól og Þór Þ. fyrir Val. Í úrslitum mættust svo Valur og Tindastóll. Rimman var í meira lagi spennandi og allskyns bolabrögðum beitt, innan vallar sem utan.
Þeir settu mæk hjá stuðningsmönnum Vals og spiluðu það í hátölurum bakvið stuðningsmenn Tindastóls. Tók 1 þeirra úr sambandi í fyrri hálfleik og það átti að henda mér út ef ég gerði það aftur í seinni...
— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 6, 2022
Mögnuð rimma liðanna endaði með oddaleik að Hlíðarenda. Má segja að reynsla ákveðinna leikmanna, og þjálfara, Vals af slíkjum leikjum hafi verið það sem skildi að og Valur Íslandsmeistari karla í körfubolta árið 2022.
Vestri frá Ísafirði og Þór frá Akureyri féllu úr deildinni.