Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 09:46 George Santos hefur gert lítið úr lygum sínum og líkt því við hefðbundnar ýkjur á ferilskrá. AP/John Locher Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. Santos tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag í skugga ásakana um að hann hafi logið um nær allt á ferilskrá sinni í kosningabaráttunni. Hann laug því að hann hefði unnið fyrir stór fjármálafyrirtæki á Wall Street og útskrifast úr fínum háskóla og sagðist vera gyðingur en átti í raun og veru við að hann væri „gyðingslegur“. Þá sagðist hann ranglega vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og að móðir hans hefði látið lífið vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Alríkis- og umdæmissaksóknarar í Bandaríkjunum kanna nú fjármál og falskar yfirlýsingar Santos. Þingmannsefnið hefur ekki getað svarað hvaðan 700.000 dollarar sem hann lánaði framboði sínu komu í ljósi þess að hann var nýlega borinn út og skuldaði háar fjárhæðir í leigu. Hann hefur sagst hafa auðgast hratt á ráðgjafarfyrirtæki sem hafi engu að síður verið afskráð vegna mistaka endurskoðanda. Stal ávísanahefti af sjúklingi móður sinnar Nú segjast saksóknarar í Ríó de Janeiro í Brasilíu ætla að halda áfram rannsókn á meintum fjársvikum Santos þar í landi árið 2008 fyrst að þeir vita nú hvar hann er að finna. Þeir ætla að fara formlega fram á það við bandaríska dómsmálaráðuneytið að það tilkynni Santos um ákæruna. Málið snýst um ávísanahefti sem Santos stal frá skjólstæðingi móður sinnar sem vann við hjúkrun þegar hann var sjálfur um tvítugt. Hann var staðinn að því að svíkja varning út úr fataverslun með heftinu og fölsku nafni í brasilísku borginni Niterói. Santos er sagður hafa játað brot sitt við verslunareigandann árið 2009. Þau móðir hans hafi sagt lögreglunni að hann hefði stolið ávísanaheftinu og notað það til þess að svíkja út varning ári síðar. New York Times segir að brasilískur dómstóll hafi samþykkt ákæru á hendur Santos í september árið 2011 og skipað honum að svara til saka. Þá hafi hann hins vegar verið farinn úr landi og kominn aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Santos tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag í skugga ásakana um að hann hafi logið um nær allt á ferilskrá sinni í kosningabaráttunni. Hann laug því að hann hefði unnið fyrir stór fjármálafyrirtæki á Wall Street og útskrifast úr fínum háskóla og sagðist vera gyðingur en átti í raun og veru við að hann væri „gyðingslegur“. Þá sagðist hann ranglega vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og að móðir hans hefði látið lífið vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Alríkis- og umdæmissaksóknarar í Bandaríkjunum kanna nú fjármál og falskar yfirlýsingar Santos. Þingmannsefnið hefur ekki getað svarað hvaðan 700.000 dollarar sem hann lánaði framboði sínu komu í ljósi þess að hann var nýlega borinn út og skuldaði háar fjárhæðir í leigu. Hann hefur sagst hafa auðgast hratt á ráðgjafarfyrirtæki sem hafi engu að síður verið afskráð vegna mistaka endurskoðanda. Stal ávísanahefti af sjúklingi móður sinnar Nú segjast saksóknarar í Ríó de Janeiro í Brasilíu ætla að halda áfram rannsókn á meintum fjársvikum Santos þar í landi árið 2008 fyrst að þeir vita nú hvar hann er að finna. Þeir ætla að fara formlega fram á það við bandaríska dómsmálaráðuneytið að það tilkynni Santos um ákæruna. Málið snýst um ávísanahefti sem Santos stal frá skjólstæðingi móður sinnar sem vann við hjúkrun þegar hann var sjálfur um tvítugt. Hann var staðinn að því að svíkja varning út úr fataverslun með heftinu og fölsku nafni í brasilísku borginni Niterói. Santos er sagður hafa játað brot sitt við verslunareigandann árið 2009. Þau móðir hans hafi sagt lögreglunni að hann hefði stolið ávísanaheftinu og notað það til þess að svíkja út varning ári síðar. New York Times segir að brasilískur dómstóll hafi samþykkt ákæru á hendur Santos í september árið 2011 og skipað honum að svara til saka. Þá hafi hann hins vegar verið farinn úr landi og kominn aftur til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19