Íslenski boltinn

Ljóða-Jói orti um Bestu deild kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maðurinn er skáld.
Maðurinn er skáld. stöð 2 sport

Jóhanni Gunnari Einarssyni er ýmislegt til lista lagt. Hann greinir ekki bara leikina í Olís-deild karla í handbolta fyrir áhorfendum Stöðvar 2 Sports og kennir börnum heldur er hann einnig ljóðskáld.

Jóhann Gunnar var gestur í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport á gamlársdag þar sem íþróttaárið 2022 var gert upp.

Eftir umfjöllun um allar stóru deildirnir í boltaíþróttum hér heima flutti Jóhann Gunnar ljóð um þær. Ljóðið um Bestu deild kvenna var sérstaklega skemmtilegt.

„Valur vann og þá var gaman / sýndu sína snilli / Valur og Breiðablik alltaf saman / núna er Stjarnan komin á milli.“

Klippa: Sportsíldin: Jóhann Gunnar flytur frumsamið ljóð

Flutning Jóhanns Gunnars á ljóðinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×