„Eina áramótaheitið sem ég hef staðið við“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 11:43 Valgerður Árnadóttir, formaður félags grænkera. Sístækkandi átakið Veganúar hefst formlega í kvöld með upphafsfundi í Bíó Paradís. Formaður félags grænkera telur alla geta sneitt hjá dýraafurðum í einn mánuð og segir átakið oft leiða til betri neysluvenja til frambúðar Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“ Vegan Umhverfismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“
Vegan Umhverfismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira