Mikilvægt að huga að forvörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. janúar 2023 13:08 Vatnstjón getur verið gríðarlega kostnaðarsamt og jafnvel óbótaskylt. Því er mikilvægt að sinna forvörnum. Myndin sýnir vatnsleka í Háskóla Íslands. Vísir/Egill Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“ Tryggingar Slökkvilið Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun og brýndi fyrir fólki að huga að því að moka frá niðurföllum svo ekki komi til vatnstjóns þegar tekur að hlýna en þónokkuð hefur verið um útköll undanfarið vegna vatnsleka. Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal á Íslandi segir betur hafa farið en á horfðist þegar að leki varð á lager fyrirtækisins nú um áramótin. „Slökkviliðið kom mjög snöggt. Fljótir og öruggir og held ég bara á klukkutíma þá náðu þeir að þurrka þetta upp. og svo komu menn frá tryggingafélaginu, undirverktakar þeirra og þeir skófu og hreinsuðu og settu blásara á og svona.“ Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. „Gott er að moka af svölum hjá sér snjónum og tryggja að niðurfall frá svölum virki. Moka frá húsveggjum og í raun og veru búa til rás meðfram húsveggnum svo blautur snjór liggi ekki upp að húsinu því ef það eru einhvers staðar sprungur sem leynast þá finnur vatnið sér alltaf leið. Síðan er það sem er svona erfiðara að fást við en það eru þakrennur. Það getur oft verið ansi flókið að ná klaka og snjó úr þakrennum þegar allt er gaddfreðið. Það er svona einn af þessum þáttum líka sem er valdur af mörgum þessum lka sem er núna þessa dagana. Það er töluvert um óbótaskylda leka. Það er snjór sem kemst undir þakið og svo hlýnar aðeins eins og í gær og þá bráðnar snjórinn og vatn fer að leka inn um sprungur og annað þvíumlíkt.“ Sigrún minnir sumarhúsaeigendur sérstaklega á að huga að eignum sínum. „Við erum svona að ýta á fólk að tékka á sumarhúsunum sínum og athuga hvort það sé ekki örugglega rennsli á öllu vatninu því ef það er frosið einhvers staðar í lögnum þá fer ekkert endilega að leka þar fyrr en fer að hlýna meir.“
Tryggingar Slökkvilið Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira