Hörður Björgvin byrjaði í miðri vörn Panathinaikos og spilaði allan leikinn er liðið vann 1-0 útisigur á Levadiakos í dag. Slóvenin Benjamin Verbic skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu.
Panathinaikos hefur nýtt á því á sigri en liðið hafði gert jafntefli í báðum deildarleikjum sínum eftir að HM-hléinu lauk fyrir áramótin. Þau jafntefli eru tvö af þremur hjá liðinu í deildinni en allir hinir 13 leikir liðsins hafa unnist.
Panathinaikos er því taplaust á toppi deildarinnar með 42 stig, sjö á undan AEK Aþenu sem á leik inni í öðru sæti.
Guðmundur Þórarinsson var utan leikmannahóps OFI Crete sem gerði markalaust jafntefli við Volos á heimavelli í sömu deild. Krítarliðið er með tólf stig í tíunda sæti.