Dómari lætur reyna á endurgreiðslur vegna ofgreiddra launa Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 07:02 Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur er nú með mál við dóminn til að láta reyna á lögmæti ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að hann þurfi að endurgreiða ofgreidd laun. Vísir/Vilhelm Héraðsdómari höfðaði mál vegna kröfu Fjársýslu ríkisins um endurgreiðslu á ofgreiddum launum sem er til meðferðar hjá dómstólum. Æðstu embættismenn þjóðarinnar byrjuðu að endurgreiða launin í september. Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin. Dómsmálið hafi engin áhrif á framkvæmd endurgreiðslunnar Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu byrjaði fjársýslan að draga af launum þeirra sem eru enn á launum hjá rikinu og senda kröfur á þá sem voru hættir 1. september. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur enn fremur fram að héraðsdómari hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um lögmæti ákvörðunarinnar í september. Það má sé nú til meðferðar hjá dómstólnum. Það hafi þó engin áhrif á framkvæmd endurgreiðslunnar, hvorki almennt né í tilfelli dómarans sem höfðaði málið, að svo stöddu. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins Íslands, sem gagnrýndi ákvörðun fjármálaráðuneytisins harðlega á sínum tíma segir við Vísi að félagið ætli ekki að tjá sig um mál dómarans vegna endurgreiðslnanna. Eðli málsins samkvæmt eru dómarar landsins vanhæfir til þess að fjalla um málið. Líklegt er því að skipa þurfi utanaðkomandi sérfræðinga til þess að dæma í því. Árið 2006 voru þrír lögfræðingar skipaðir til þess að dæma í máli Guðjóns St. Marteinssonar, héraðsdómara, gegn íslenska ríkinu. Málið höfðaði Guðjón vegna þess að Alþingi samþykkti lög þar sem úrskurður Kjaradóms, sem þá ákvað laun æðstu embættismanna, um hækkun launa embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa í desember 2005 var afnuminn. Þau Þórður S. Gunnarsson, þáverandi forstöðumaður lagadeildar Háskólans í Reykjavík, Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við HR, og Róbert Spanó, þá lagadósent við Háskóla Íslands, voru skipuð dómarar. Þau féllust á kröfu Guðjóns um að hann ætti rétt á launum í samræmi við úrskurð Kjaradóms. Dómstólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. 6. júlí 2022 11:32 Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin. Dómsmálið hafi engin áhrif á framkvæmd endurgreiðslunnar Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu byrjaði fjársýslan að draga af launum þeirra sem eru enn á launum hjá rikinu og senda kröfur á þá sem voru hættir 1. september. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur enn fremur fram að héraðsdómari hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um lögmæti ákvörðunarinnar í september. Það má sé nú til meðferðar hjá dómstólnum. Það hafi þó engin áhrif á framkvæmd endurgreiðslunnar, hvorki almennt né í tilfelli dómarans sem höfðaði málið, að svo stöddu. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins Íslands, sem gagnrýndi ákvörðun fjármálaráðuneytisins harðlega á sínum tíma segir við Vísi að félagið ætli ekki að tjá sig um mál dómarans vegna endurgreiðslnanna. Eðli málsins samkvæmt eru dómarar landsins vanhæfir til þess að fjalla um málið. Líklegt er því að skipa þurfi utanaðkomandi sérfræðinga til þess að dæma í því. Árið 2006 voru þrír lögfræðingar skipaðir til þess að dæma í máli Guðjóns St. Marteinssonar, héraðsdómara, gegn íslenska ríkinu. Málið höfðaði Guðjón vegna þess að Alþingi samþykkti lög þar sem úrskurður Kjaradóms, sem þá ákvað laun æðstu embættismanna, um hækkun launa embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa í desember 2005 var afnuminn. Þau Þórður S. Gunnarsson, þáverandi forstöðumaður lagadeildar Háskólans í Reykjavík, Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við HR, og Róbert Spanó, þá lagadósent við Háskóla Íslands, voru skipuð dómarar. Þau féllust á kröfu Guðjóns um að hann ætti rétt á launum í samræmi við úrskurð Kjaradóms.
Dómstólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. 6. júlí 2022 11:32 Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. 6. júlí 2022 11:32
Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09
„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33
Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent